Nýtt lag og myndband með Trptych Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2016 12:30 Daníel Þorsteinsson og Guðni Einarsson mynda þetta teymi. vísir Daníel Þorsteinsson (Danni) og Guðni Einarsson skipa techno dúóið TRPTYCH. Kapparnir hafa verið sveittir í stúdíóinu að undanförnu og er afraksturinn EP plata sem lítur dagsins ljós á næstu vikum. Í dag frumsýnir Albumm.is nýtt lag og myndband með sveitinni sem nefnist „Lust“ og óhætt er að segja að lagið er algjör „banger“ og á svo sannarlega eftir að hljóma á ófáum dansgólfum um ókomna tíð. Ekki nóg með það heldur voru drengirnir einnig að henda glæsilegri vefsíðu í loftið. Danni og Guðni svöruðu nokkrum spurningum í samtali við Albúmm um lagið, myndbandið og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.Hvenær var TRPTYCH stofnuð og hvernig kom það til? Danni: TRPTYCH var stofnuð fyrir rétt rúmu ári síðan, sirka apríl 2015. Þá ég var sjálfur svona á milli projecta og tilbúinn í eitthvað vel ferskt. Guðni: Já, þetta var þannig að Danni hafði samband við mig varðandi remix fyrir Sometime. Út frá því projekti ákváðum við að vinna meira saman og úr varð TRPTYCH. Danni: Þetta var bara réttur tími fyrir okkur báða.Hvað getið þið sagt okkur um lagið og myndbandið og hver er hugmyndin á bakvið myndbandið? Guðni: Eins og með flest lögin okkar þá byrjuðum við að djamma á græjurnar og þannig fæddist grunnurinn. Við vorum báðir sammála um að gera frekar „straight forward” techno með stóru sándi sem ég held að hafi heppnast svona helvíti vel. Danni á allan heiðurinn að myndbandinu! Danni: Tónlistin er náttúrulega mjög sexý og við vildum að visualarnir héldust í hendur við það. Ég gerði sjálfur vídeóið og ég vinn yfirleitt þannig að ég er með ákveðnar hugmyndir sem ég leyfi samt að þróa í vinnsluferlinu, alveg eins og að gera tónlist. Við erum með ákveðna stefnu en svo endar maður á einhverjum stað þar sem maður bjóst alls ekki við og kemur sér þannig á óvart. Það er svo gaman og það er það sem skiptir máli – að það sé gaman að skapa hlutina og ég vona að það skíni í gegn, bæði í tónlistinni og visualölunum. Svo fékk ég líka hjálp hjá Ingrid Karis til að leikstýra Ingu Magnes sem stóð sig frábærlega vel og Hildigunnur Larsen sá um förðunina og var líka í því að halda á allskonar „greenscreen thingies“ út um allt.Er stefnan sett á mikla spilamennsku og á að trylla lýðinn á dansgólfum bæjarins í sumar?Guðni: Já, það eru skemmtilegir tímar framundan. Erum að fara á túr í Þýskalandi í júlí sem okkur hlakka mikið til, spilum m.a. á hinum goðsagnakennda stað Berghain. Þetta verður fyrsti alvöru túrinn okkar þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Svo eru við að sjálfsögðu að spila á Secret Solstice í júní sem verður fjör. Danni: Við erum núna í því að æfa upp live show og það gengur rosalega vel. Við erum báðir þannig að við meikum ekki að hafa eitthvað fake playback, þannig að þetta er rosalega live og mikið að improvi. Engin æfing og ekkert gigg er eins.Eru drengirnir að vinna í meira efni, kannski plötu?Guðni: Heldur betur. Vorum að klára fyrstu EP-ina okkar sem kemur út núna á næstu vikum. Danni: Við erum alveg búnir að vera að vinna í stúdíóinu alveg frá því að við stofnuðum TRPTYCH. Bandið er búið að þróast mikið, við erum ekkert að nota lögin sem við gerðum fyrst og erum búnir að nota þennan tíma til að þróa stílinn okkar. En nú er kominn tími til að spila live og kynna okkur betur. Planið er svo að gera þrjár þriggja laga ep plötur og svo eina LP plötu sem tengir þær allar saman.Hvað er framundan hjá TRPTYCH?Guðni: Erum með nokkrar endurhljóðblandanir í farteskinu sem þarf að klára og svo auðvita undirbúningur fyrir vertíðina í sumar. Danni: já og fleiri vídeó, ný lög og launcha TRPTYCH.COM Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Daníel Þorsteinsson (Danni) og Guðni Einarsson skipa techno dúóið TRPTYCH. Kapparnir hafa verið sveittir í stúdíóinu að undanförnu og er afraksturinn EP plata sem lítur dagsins ljós á næstu vikum. Í dag frumsýnir Albumm.is nýtt lag og myndband með sveitinni sem nefnist „Lust“ og óhætt er að segja að lagið er algjör „banger“ og á svo sannarlega eftir að hljóma á ófáum dansgólfum um ókomna tíð. Ekki nóg með það heldur voru drengirnir einnig að henda glæsilegri vefsíðu í loftið. Danni og Guðni svöruðu nokkrum spurningum í samtali við Albúmm um lagið, myndbandið og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.Hvenær var TRPTYCH stofnuð og hvernig kom það til? Danni: TRPTYCH var stofnuð fyrir rétt rúmu ári síðan, sirka apríl 2015. Þá ég var sjálfur svona á milli projecta og tilbúinn í eitthvað vel ferskt. Guðni: Já, þetta var þannig að Danni hafði samband við mig varðandi remix fyrir Sometime. Út frá því projekti ákváðum við að vinna meira saman og úr varð TRPTYCH. Danni: Þetta var bara réttur tími fyrir okkur báða.Hvað getið þið sagt okkur um lagið og myndbandið og hver er hugmyndin á bakvið myndbandið? Guðni: Eins og með flest lögin okkar þá byrjuðum við að djamma á græjurnar og þannig fæddist grunnurinn. Við vorum báðir sammála um að gera frekar „straight forward” techno með stóru sándi sem ég held að hafi heppnast svona helvíti vel. Danni á allan heiðurinn að myndbandinu! Danni: Tónlistin er náttúrulega mjög sexý og við vildum að visualarnir héldust í hendur við það. Ég gerði sjálfur vídeóið og ég vinn yfirleitt þannig að ég er með ákveðnar hugmyndir sem ég leyfi samt að þróa í vinnsluferlinu, alveg eins og að gera tónlist. Við erum með ákveðna stefnu en svo endar maður á einhverjum stað þar sem maður bjóst alls ekki við og kemur sér þannig á óvart. Það er svo gaman og það er það sem skiptir máli – að það sé gaman að skapa hlutina og ég vona að það skíni í gegn, bæði í tónlistinni og visualölunum. Svo fékk ég líka hjálp hjá Ingrid Karis til að leikstýra Ingu Magnes sem stóð sig frábærlega vel og Hildigunnur Larsen sá um förðunina og var líka í því að halda á allskonar „greenscreen thingies“ út um allt.Er stefnan sett á mikla spilamennsku og á að trylla lýðinn á dansgólfum bæjarins í sumar?Guðni: Já, það eru skemmtilegir tímar framundan. Erum að fara á túr í Þýskalandi í júlí sem okkur hlakka mikið til, spilum m.a. á hinum goðsagnakennda stað Berghain. Þetta verður fyrsti alvöru túrinn okkar þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Svo eru við að sjálfsögðu að spila á Secret Solstice í júní sem verður fjör. Danni: Við erum núna í því að æfa upp live show og það gengur rosalega vel. Við erum báðir þannig að við meikum ekki að hafa eitthvað fake playback, þannig að þetta er rosalega live og mikið að improvi. Engin æfing og ekkert gigg er eins.Eru drengirnir að vinna í meira efni, kannski plötu?Guðni: Heldur betur. Vorum að klára fyrstu EP-ina okkar sem kemur út núna á næstu vikum. Danni: Við erum alveg búnir að vera að vinna í stúdíóinu alveg frá því að við stofnuðum TRPTYCH. Bandið er búið að þróast mikið, við erum ekkert að nota lögin sem við gerðum fyrst og erum búnir að nota þennan tíma til að þróa stílinn okkar. En nú er kominn tími til að spila live og kynna okkur betur. Planið er svo að gera þrjár þriggja laga ep plötur og svo eina LP plötu sem tengir þær allar saman.Hvað er framundan hjá TRPTYCH?Guðni: Erum með nokkrar endurhljóðblandanir í farteskinu sem þarf að klára og svo auðvita undirbúningur fyrir vertíðina í sumar. Danni: já og fleiri vídeó, ný lög og launcha TRPTYCH.COM
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira