Er ég vakna, ó Nína, þú ert ekki lengur hér Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. maí 2016 13:30 Stefán og Eyfi smellpassa en í Nínu-fötin 25 árum eftir en þeir fluttu lagið Draumur um Nínu í Eurovision-söngvakeppninni í Róm. Fréttablaðið/Vilhelm „Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi. Eurovision Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
„Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi.
Eurovision Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira