Auðvitað skipta áföll máli Óttar Guðmundsson skrifar 7. maí 2016 07:00 Viðtal við mig í þessu blaði fyrir nokkru var túlkað á þann veg að ég væri andvígur allri umræðu um áföll. Svo er alls ekki. Ég hef um langt skeið velt fyrir mér áhrifum áfalla á þroskasögu fólks og ber mikla virðingu fyrir öllum þeim sem hjálpa einstaklingum að vinna með gamlar og erfiðar minningar. Hallgerður langbrók var lengi talin mesta flagð Íslandssögunnar. Hún var í óhamingjusömu hjónabandi með Gunnari Hámundarsyni sem endaði illa. Þegar saga hennar er skoðuð nánar kemur í ljós lítil telpa sem er misnotuð kynferðislega af Þjóstólfi, fóstra sínum; manni, sem faðir hennar, Höskuldur, felur uppeldi hennar. Hún fær bæði höfnunarkennd og sektarkennd, verður vör um sig og lærir að treysta engum nema sjálfri sér. Skapferli hennar verður sveiflukennt og einkennist af ofsareiði eða mikilli kátínu. Þegar Gunnar gengur í lið með óvinum hennar fyllist hún óöryggi og bregst við af mikilli heift. Kannski má skýra alla ógæfu Hallgerðar út frá þessari misnotkun sem mótaði persónuleika hennar og líf. Hallgerður langbrók hefði átt að hitta einhvern góðan viðmælanda og tala um glæpi Þjóstólfs og svik föður síns. Það hefði getað afstýrt miklum hörmungum í hennar lífi og margra annarra. Hún hefði kannski áttað sig á því að hún var þolandi en ekki gerandi í þessum mikla harmleik sem sem snerist í kringum hana sjálfa. Ég hef hitt margar manneskjur eins og Hallgerði sem burðast með skjóðu fulla af sekt og skömm gegnum lífið. Það skiptir miklu máli að ræða gamla atburði og sjá þá í nýju ljósi. Mér þykir leitt hversu margir misskildu orð mín og biðst afsökunar hafi ég sært einhvern með ógætilegu tali. Það var ekki ætlunin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Viðtal við mig í þessu blaði fyrir nokkru var túlkað á þann veg að ég væri andvígur allri umræðu um áföll. Svo er alls ekki. Ég hef um langt skeið velt fyrir mér áhrifum áfalla á þroskasögu fólks og ber mikla virðingu fyrir öllum þeim sem hjálpa einstaklingum að vinna með gamlar og erfiðar minningar. Hallgerður langbrók var lengi talin mesta flagð Íslandssögunnar. Hún var í óhamingjusömu hjónabandi með Gunnari Hámundarsyni sem endaði illa. Þegar saga hennar er skoðuð nánar kemur í ljós lítil telpa sem er misnotuð kynferðislega af Þjóstólfi, fóstra sínum; manni, sem faðir hennar, Höskuldur, felur uppeldi hennar. Hún fær bæði höfnunarkennd og sektarkennd, verður vör um sig og lærir að treysta engum nema sjálfri sér. Skapferli hennar verður sveiflukennt og einkennist af ofsareiði eða mikilli kátínu. Þegar Gunnar gengur í lið með óvinum hennar fyllist hún óöryggi og bregst við af mikilli heift. Kannski má skýra alla ógæfu Hallgerðar út frá þessari misnotkun sem mótaði persónuleika hennar og líf. Hallgerður langbrók hefði átt að hitta einhvern góðan viðmælanda og tala um glæpi Þjóstólfs og svik föður síns. Það hefði getað afstýrt miklum hörmungum í hennar lífi og margra annarra. Hún hefði kannski áttað sig á því að hún var þolandi en ekki gerandi í þessum mikla harmleik sem sem snerist í kringum hana sjálfa. Ég hef hitt margar manneskjur eins og Hallgerði sem burðast með skjóðu fulla af sekt og skömm gegnum lífið. Það skiptir miklu máli að ræða gamla atburði og sjá þá í nýju ljósi. Mér þykir leitt hversu margir misskildu orð mín og biðst afsökunar hafi ég sært einhvern með ógætilegu tali. Það var ekki ætlunin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun