Ítalinn Marco Verratti verður ekki með á EM í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði í Frakklandi en hann er meiddur á nára og mun ekki leika meira með PSG á tímabilinu.
Þessi 23 ára miðjumaður hefur verið í vandræðum undanfarna mánuði og hefur félagslið hans PSG staðfest að hann þurfi að fara í aðgerð.
Verratti mun fara í aðgerðina 16. maí og missir því af EM í sumar. Leikmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við PSG á dögunum og er sá samningur til ársins 2020.
Verratti missir af EM
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



