Góð skot í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2016 14:23 Flottar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér sinn fasta hóp aðdáenda sem sækja það heim á hverju sumri. Vatnið er þó og hefur verið sérstaklega dyntótt síðustu ár og veiðin oft verið harla léleg, meira að segja á besta tímanum sem er gjarnan maí og júní. Það virðist þó vera einhver breyting þar á því það hafa fleiri veiðimenn gert góða veiði þar á þessu voru en fréttist af í fyrra. Það virðist vera mun meira af bleikju í vatninu og síðustu ár og að sama skapi virðist tökugleðin vera mun meiri. Bleikjan sem hefur verið að veiðast er líka væn en 2-3 pund er orðin algeng stærð. Það eru auðvitað nokkrir sem fá lítið en þeir sem þekkja vatnið og hafa staðið við það í vor hafa margir gert fína veiði, t.d. er einn ágætur veiðimaður sem hefur veitt vatnið í nokkur ár komin með um 50 bleikjur úr vatninu í vor. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin þróast næstu daga þegar það hlýnar í veðri. Mest lesið Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Styttist í að veiðin hefjist á ný Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Með augum urriðans Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði
Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér sinn fasta hóp aðdáenda sem sækja það heim á hverju sumri. Vatnið er þó og hefur verið sérstaklega dyntótt síðustu ár og veiðin oft verið harla léleg, meira að segja á besta tímanum sem er gjarnan maí og júní. Það virðist þó vera einhver breyting þar á því það hafa fleiri veiðimenn gert góða veiði þar á þessu voru en fréttist af í fyrra. Það virðist vera mun meira af bleikju í vatninu og síðustu ár og að sama skapi virðist tökugleðin vera mun meiri. Bleikjan sem hefur verið að veiðast er líka væn en 2-3 pund er orðin algeng stærð. Það eru auðvitað nokkrir sem fá lítið en þeir sem þekkja vatnið og hafa staðið við það í vor hafa margir gert fína veiði, t.d. er einn ágætur veiðimaður sem hefur veitt vatnið í nokkur ár komin með um 50 bleikjur úr vatninu í vor. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin þróast næstu daga þegar það hlýnar í veðri.
Mest lesið Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Styttist í að veiðin hefjist á ný Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Með augum urriðans Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði