Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2016 09:40 Flott veiði úr Þingvallavatni Mynd: www.veidikortid.is Þingvallavatn er magnaður veiðistaður og þeir sem þekkja vatnið vel gera yfirleitt góða daga við bakkana en núna bíða veiðimenn eftir því að bleikjan láti sjá sig. Það hefur verið frekar lítið um fréttir frá þeim veiðimönnum sem gera út á urriðann á Þingvöllum og takan almennt sögð vera lítil síðustu daga. það er helst að þeir hafi verið að setja í hann á ION svæðinu en önnur svæði eins og Kárastaðir og þjóðgarðurinn verið afskaplega róleg. Það geta alltaf komið skot inná milli en engu að síður er urriðatíminn að renna sitt skeið þetta árið í það minnsta í þjóðgarðinu. Gleðiefnið er aftur á móti það að þá styttist í að bleikjan mæti á svæðið en almennt miða vanir veiðimenn við að bleikjan fari að taka á svipuðum tíma og brumið kemur á birkitrén. Það skal tekið fram að ekki er um vísindalega rannsókn að ræða á bak við þessa reynslu en tímasetningin á engu að síður ágætlega við. Bleikjan byrjar að ganga upp að landinu um miðjan maí og besti tíminn hefur almennt verið lok maí fram í byrjun júlí þó það veiðist oft vel eftir það. Besti árangurinn er jafnan með flugu og í leit að fiski og veiðistöðum má með ágætu móti fullyrða að allur þjóðgarðurinn frá Vatnsvík að Lambhaga sé einn samfelldur veiðistaður. Vel þekktir merktir veiðistaðir eru víða þarna á leiðinni en veiðin er ekkert endilega best þar. Það er um að gera að fara á staði þar sem tangar ná út í vatnið eða í víkum þar á leiðinni því bleikjan gengur inní þær og er þá í leit að æti. þegar hún gerir þetta verður þú fljótlega var við hana og þá þarftu að vera með vel valda flugu undir, láta lítið fyrir þár fara og kasta á undan henni. Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Þingvallavatn er magnaður veiðistaður og þeir sem þekkja vatnið vel gera yfirleitt góða daga við bakkana en núna bíða veiðimenn eftir því að bleikjan láti sjá sig. Það hefur verið frekar lítið um fréttir frá þeim veiðimönnum sem gera út á urriðann á Þingvöllum og takan almennt sögð vera lítil síðustu daga. það er helst að þeir hafi verið að setja í hann á ION svæðinu en önnur svæði eins og Kárastaðir og þjóðgarðurinn verið afskaplega róleg. Það geta alltaf komið skot inná milli en engu að síður er urriðatíminn að renna sitt skeið þetta árið í það minnsta í þjóðgarðinu. Gleðiefnið er aftur á móti það að þá styttist í að bleikjan mæti á svæðið en almennt miða vanir veiðimenn við að bleikjan fari að taka á svipuðum tíma og brumið kemur á birkitrén. Það skal tekið fram að ekki er um vísindalega rannsókn að ræða á bak við þessa reynslu en tímasetningin á engu að síður ágætlega við. Bleikjan byrjar að ganga upp að landinu um miðjan maí og besti tíminn hefur almennt verið lok maí fram í byrjun júlí þó það veiðist oft vel eftir það. Besti árangurinn er jafnan með flugu og í leit að fiski og veiðistöðum má með ágætu móti fullyrða að allur þjóðgarðurinn frá Vatnsvík að Lambhaga sé einn samfelldur veiðistaður. Vel þekktir merktir veiðistaðir eru víða þarna á leiðinni en veiðin er ekkert endilega best þar. Það er um að gera að fara á staði þar sem tangar ná út í vatnið eða í víkum þar á leiðinni því bleikjan gengur inní þær og er þá í leit að æti. þegar hún gerir þetta verður þú fljótlega var við hana og þá þarftu að vera með vel valda flugu undir, láta lítið fyrir þár fara og kasta á undan henni.
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði