Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2016 15:36 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fer ekki á EM. vísir/vilhelm „Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
„Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti