Að skoða kisumyndir og skemmta sér á netinu Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2016 14:00 Auður Lóa Guðnadóttir og Una Sigtryggsdóttir opnuðu sýninguna 109 Cats in Sweaters í gær. Internetið er stór þáttur í hversdagslegu lífi og störfum margra í nútímasamfélagi, ekki síst þeirra sem eru af yngri kynslóðinni. Það er því ekki að undra að tvær ungar listakonur sem útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor geri internetið að viðfangsefni í listsköpun sinni. Í gærkvöldi opnuðu í Ekkisens þær Auður Lóa Guðnadóttir og Una Sigtryggsdóttir myndlistarsýninguna 109 Cats in Sweaters. Auður Lóa segir að þetta sé þeirra fyrsta samstarfsverkefni en að Una hafi áður verið með eina einkasýningu. „Við erum að sýna þarna innsetningar sem við höfum unnið að saman og við sækjum myndefnið á internetið og vinnum það svo áfram í ýmsar áttir. Svona leikum við okkur með þetta. Við erum ekki að nota vídeólist heldur tökum þetta stafræna tæknilega myndefni og við settum okkur þá reglu að vinna svo öll verkin í höndunum. Við erum svona soldið að taka þetta úr sínu samhengi.Eitt af verkunum á sýningunni 109 Cats in Sweaters í Ekkisens.Málið er að þetta byrjaði á ákveðnum Buzzfeed-lista sem kallast 109 Cats in Sweaters. Þar eru myndir af köttum sem fólk hefur klætt í föt og ég var svona eitthvað að skoða þetta. Var að teikna þessa ketti og spá í þeim og þessu konsepti að klæða kettina sína í peysur og setja myndir af þeim á netið. Þetta er svona afbrigðileg hegðun sem á sér stað í gegnum netið og við ákváðum að vinna svona aðeins með það. Þetta er hegðun sem er einkum samþykkt þar og það er alveg magnað að sjá hversu gríðarlega vinsælt þetta myndefni er. Það er fyndið að hugsa til þess að það er hægt að nota internetið í alls konar gáfulegum tilgangi, skoða greinar og læra merkilega hluti, en það sem það er helst notað til er að skoða kisumyndir og skemmta sér á einhvern skrítinn hátt.“ Á sýningunni eru þær Auður Lóa og Una í raun að tefla saman list og veruleika og Auður Lóa segir að þetta sé í sjálfu sér eitthvað sem listamenn eru mikið að takast á við. „Ég, eins og margir aðrir listamenn, hef áhuga á því hvað það þýðir að búa hluti til og hvernig myndir ferðast frá einum stað til annars. Þú hefur köttinn, svo myndina af kettinum, sem er svo kominn í tölvuna hjá mér. Þetta er marglaga heimur sem gaman er að skoða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. apríl. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Internetið er stór þáttur í hversdagslegu lífi og störfum margra í nútímasamfélagi, ekki síst þeirra sem eru af yngri kynslóðinni. Það er því ekki að undra að tvær ungar listakonur sem útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor geri internetið að viðfangsefni í listsköpun sinni. Í gærkvöldi opnuðu í Ekkisens þær Auður Lóa Guðnadóttir og Una Sigtryggsdóttir myndlistarsýninguna 109 Cats in Sweaters. Auður Lóa segir að þetta sé þeirra fyrsta samstarfsverkefni en að Una hafi áður verið með eina einkasýningu. „Við erum að sýna þarna innsetningar sem við höfum unnið að saman og við sækjum myndefnið á internetið og vinnum það svo áfram í ýmsar áttir. Svona leikum við okkur með þetta. Við erum ekki að nota vídeólist heldur tökum þetta stafræna tæknilega myndefni og við settum okkur þá reglu að vinna svo öll verkin í höndunum. Við erum svona soldið að taka þetta úr sínu samhengi.Eitt af verkunum á sýningunni 109 Cats in Sweaters í Ekkisens.Málið er að þetta byrjaði á ákveðnum Buzzfeed-lista sem kallast 109 Cats in Sweaters. Þar eru myndir af köttum sem fólk hefur klætt í föt og ég var svona eitthvað að skoða þetta. Var að teikna þessa ketti og spá í þeim og þessu konsepti að klæða kettina sína í peysur og setja myndir af þeim á netið. Þetta er svona afbrigðileg hegðun sem á sér stað í gegnum netið og við ákváðum að vinna svona aðeins með það. Þetta er hegðun sem er einkum samþykkt þar og það er alveg magnað að sjá hversu gríðarlega vinsælt þetta myndefni er. Það er fyndið að hugsa til þess að það er hægt að nota internetið í alls konar gáfulegum tilgangi, skoða greinar og læra merkilega hluti, en það sem það er helst notað til er að skoða kisumyndir og skemmta sér á einhvern skrítinn hátt.“ Á sýningunni eru þær Auður Lóa og Una í raun að tefla saman list og veruleika og Auður Lóa segir að þetta sé í sjálfu sér eitthvað sem listamenn eru mikið að takast á við. „Ég, eins og margir aðrir listamenn, hef áhuga á því hvað það þýðir að búa hluti til og hvernig myndir ferðast frá einum stað til annars. Þú hefur köttinn, svo myndina af kettinum, sem er svo kominn í tölvuna hjá mér. Þetta er marglaga heimur sem gaman er að skoða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. apríl.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira