Sóknarfæri Frosti Logason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Mín kynslóð er alin upp við það að Ísland sé sannarlega best í heimi. Þegar ég var lítill snáði urðu bæði Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pé fallegustu konur veraldar. Þegar Jón Páll Sigmarsson var búinn að vera sterkasti maður heims fjórum sinnum tók Magnús Ver Magnússon við og jafnaði metið. Við vorum fallegust og sterkust. Íslenskir víkingar. Gleðibankinn var svo auðvitað flottasta lagið 1986 þó að Evrópa hafi ekki áttað sig á því. Lókal verður ekki alltaf glóbal. Bubbi Morthens sannar það. En þrátt fyrir þessa yfirburði á nokkrum mikilvægustu stuðlum mannlegrar tilvistar vissi samt eiginlega aldrei neinn neitt um okkur. Erlendis héldu menn að ég væri á einhverju rófi þegar ég sagði þeim að Íslendingar væru bæði sterkastir og fallegastir og hefðu þar að auki fundið Ameríku á undan Kólumbusi. En ég var ekkert að rugla. Björk og Sigur Rós héldu áfram að gera góða hluti og smátt og smátt fór fólk að kveikja á perunni. Útlendingar eru allavega loksins farnir að sjá þetta núna. Ísland er sannarlega best í heimi. Hingað koma allir sem eru eitthvað í einhverju. Frægasta rassgat veraldar dvelur þessa stundina á landinu ásamt fríðu fylgdarliði. Bieberinn var hérna um daginn og Beyoncé líka. Það má eiginlega segja að í dag sé hægt að skipta mannkyninu í aðalatriðum upp í tvo meginflokka. Það eru þeir sem hafa komið til Íslands og þeir sem eiga eftir að koma til Íslands. Samt þekkja útlendingar ekki enn þá séríslensk fyrirbæri eins og Ólaf Ragnar Grímsson, verðtryggingu og Útvarp Sögu. Þar eru okkar helstu sóknarfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Mín kynslóð er alin upp við það að Ísland sé sannarlega best í heimi. Þegar ég var lítill snáði urðu bæði Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pé fallegustu konur veraldar. Þegar Jón Páll Sigmarsson var búinn að vera sterkasti maður heims fjórum sinnum tók Magnús Ver Magnússon við og jafnaði metið. Við vorum fallegust og sterkust. Íslenskir víkingar. Gleðibankinn var svo auðvitað flottasta lagið 1986 þó að Evrópa hafi ekki áttað sig á því. Lókal verður ekki alltaf glóbal. Bubbi Morthens sannar það. En þrátt fyrir þessa yfirburði á nokkrum mikilvægustu stuðlum mannlegrar tilvistar vissi samt eiginlega aldrei neinn neitt um okkur. Erlendis héldu menn að ég væri á einhverju rófi þegar ég sagði þeim að Íslendingar væru bæði sterkastir og fallegastir og hefðu þar að auki fundið Ameríku á undan Kólumbusi. En ég var ekkert að rugla. Björk og Sigur Rós héldu áfram að gera góða hluti og smátt og smátt fór fólk að kveikja á perunni. Útlendingar eru allavega loksins farnir að sjá þetta núna. Ísland er sannarlega best í heimi. Hingað koma allir sem eru eitthvað í einhverju. Frægasta rassgat veraldar dvelur þessa stundina á landinu ásamt fríðu fylgdarliði. Bieberinn var hérna um daginn og Beyoncé líka. Það má eiginlega segja að í dag sé hægt að skipta mannkyninu í aðalatriðum upp í tvo meginflokka. Það eru þeir sem hafa komið til Íslands og þeir sem eiga eftir að koma til Íslands. Samt þekkja útlendingar ekki enn þá séríslensk fyrirbæri eins og Ólaf Ragnar Grímsson, verðtryggingu og Útvarp Sögu. Þar eru okkar helstu sóknarfæri.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun