Taprekstur hjá Volkswagen í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 16:23 Ágæt sala hjá Volkswagen en erfiðir tímar samt. Rekstur Volkswagen í fyrra var gerður upp með tapi. Það helgast ekki af slæmri sölu heldur eingöngu vegna þess að fyrirtækið hefur þurft að leggja mikla fjármuni til hliðar til að mæta þeim kostnaði sem dísilvélasvindlið hefur í för með sér. Í raun var 12,8 milljarðs evra hagnaður af starfsemi Volkswagen í fyrra, eða 1.805 milljarða króna hagnaður. Volkswagen hefur hins vegar lagt til hliðar 16,9 milljarðs evra upphæð til að mæta kostnaðinum og því er tapið fyrir árið 2015 4,1 milljarður evra. Volkswagen hafði áður lagt til hliðar 6,7 milljarða evra vegna áætlaðs kostnaðar vegna svindlsins, en hefur ákveðið að hækka hann með uppgjörinu nú fyrir síðast ár. Velta Volkswagen í fyrra jókst um 5,4% og nam 213 milljörðum evra, eða 30.033 milljörðum króna. Rétt er að hafa í huga að öll þessi velta er komin frá öllum 12 fyrirtækjamerkjunum sem tilheyra Volkswagen samstæðunni sem og þeirri fjármálastarfsemi sem Volkswagen einnig rekur. Spár fyrir árið í ár gera ráð fyrir jafn mikilli sölu bíla og í fyrra, en örlítið minni hagnaði af sölu þeirra, eða á 5-6%, í stað 6,3% í fyrra. Volkswagen skerti arðgreiðslur um 97% á milli ára og greiddi aðeins út 0,17 evrur á hvern hlut. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Rekstur Volkswagen í fyrra var gerður upp með tapi. Það helgast ekki af slæmri sölu heldur eingöngu vegna þess að fyrirtækið hefur þurft að leggja mikla fjármuni til hliðar til að mæta þeim kostnaði sem dísilvélasvindlið hefur í för með sér. Í raun var 12,8 milljarðs evra hagnaður af starfsemi Volkswagen í fyrra, eða 1.805 milljarða króna hagnaður. Volkswagen hefur hins vegar lagt til hliðar 16,9 milljarðs evra upphæð til að mæta kostnaðinum og því er tapið fyrir árið 2015 4,1 milljarður evra. Volkswagen hafði áður lagt til hliðar 6,7 milljarða evra vegna áætlaðs kostnaðar vegna svindlsins, en hefur ákveðið að hækka hann með uppgjörinu nú fyrir síðast ár. Velta Volkswagen í fyrra jókst um 5,4% og nam 213 milljörðum evra, eða 30.033 milljörðum króna. Rétt er að hafa í huga að öll þessi velta er komin frá öllum 12 fyrirtækjamerkjunum sem tilheyra Volkswagen samstæðunni sem og þeirri fjármálastarfsemi sem Volkswagen einnig rekur. Spár fyrir árið í ár gera ráð fyrir jafn mikilli sölu bíla og í fyrra, en örlítið minni hagnaði af sölu þeirra, eða á 5-6%, í stað 6,3% í fyrra. Volkswagen skerti arðgreiðslur um 97% á milli ára og greiddi aðeins út 0,17 evrur á hvern hlut.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent