Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2016 10:00 Sjókvíaeldi. Þann 14. apríl síðastliðinn var haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur í Háskólabíói og þótti takast með ágætum. Haldnir voru fjórir fyrirlestrar og umræður í lokin. Mæting var ágæt og voru áheyrendur mjög ánægðir með fyrirlestrana og þær upplýsingar sem þar voru kynntar en niðurstöður þessara upplýsinga voru þó heldur sláandi og spáðu fyrir um heldur neikvæða framtíð ef áformum um sjókvíaeldi við landið verður haldið til streitu. Þeir sem misstu af málþinginu geta nálgast fyrirlestrana hér. Málþingið sendi frá sér eftirfarandi ályktun: "Fundur í Háskólabíó 14. apríl 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi. Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir. Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám. Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, hafa nú fengið þessa auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án mikils endurgjalds. Fundurinn skorar á stjórnvöld að láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna." Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði
Þann 14. apríl síðastliðinn var haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur í Háskólabíói og þótti takast með ágætum. Haldnir voru fjórir fyrirlestrar og umræður í lokin. Mæting var ágæt og voru áheyrendur mjög ánægðir með fyrirlestrana og þær upplýsingar sem þar voru kynntar en niðurstöður þessara upplýsinga voru þó heldur sláandi og spáðu fyrir um heldur neikvæða framtíð ef áformum um sjókvíaeldi við landið verður haldið til streitu. Þeir sem misstu af málþinginu geta nálgast fyrirlestrana hér. Málþingið sendi frá sér eftirfarandi ályktun: "Fundur í Háskólabíó 14. apríl 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi. Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir. Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám. Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, hafa nú fengið þessa auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án mikils endurgjalds. Fundurinn skorar á stjórnvöld að láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna."
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði