Juventus með níu fingur á titlinum eftir sigur á Fiorentina Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. apríl 2016 20:45 Pogba í leiknum í kvöld. Vísir/getty Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus Ítalski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus
Ítalski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira