Yfir 1200 manns sótt um í nýjum tattúþætti á Stöð 2 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2016 15:00 Sigrún Ósk mun sjá um þáttinn. vísir „Við vorum bjartsýn á góð viðbrögð fyrirfram, en ég held að mér sé óhætt að segja að enginn hafi átt von á þessum rosalega fjölda umsókna,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónamaður Reykjavík Ink, sem hefjast á Stöð 2 í haust. Yfir 1200 manns hafa nú þegar sótt um að koma fram í þáttunum. Stöð 2 leitar að fólki sem hefur áhuga á því að fá sér nýtt húðflúr. Einstaklingum verður boðið að koma og fá nýtt húðflúr yfir gamalt flúr sem það er einhverra hluta vegna ekki ánægt með. Fólk sem hefur látið sig dreyma um að fá tattú yfir ör getur einnig sótt um þátttöku og síðan verður tveimur einstaklingum boðið að koma í þættina sem „auður strigi" og leyfa listamönnunum á Reykjavík Ink að ráða. „Þetta undirstrikar kannski hversu stór hópurinn er orðinn sem er með húðflúr og hefur áhuga á þeim. Hópurinn sem hefur sótt um er líka mjög fjölbreyttur. Þetta eru konur og karlar, allur aldur og fólk alls staðar að af landinu. Við erum enn að vinna okkur í gegnum þennan bunka en mér sýnist flestir vera að sækja um að fá nýtt húðflúr yfir eldra og sögurnar á bakvið eru margar hverjar ótrúlegar.“ Hún segir að ófáir hafa vaknað með tattú sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sér og önnur hafi hreinlega misheppnast, eru skökk og skæld eða með stafsetningarvillum í.„Svo er stór hópur fólks sem fékk sér tattú meðan það var í óreglu en hefur breytt um lífsstíl og gamla flúrið minnir á vonda tíma. Jú og nöfn á fyrrverandi kærustum, það er líka eitthvað um þau. Við opnuðum auk þess á þann möguleika að fólk sem væri með ör sem það langaði að hylja með flúri gæti sótt um. Þar hafa hrannast inn umsóknir og við eigum eftir að fá valkvíða við að velja úr þar.“Enn er hægt að sækja um og rennur fresturinn út þann 9. maí Powered by Typeform Húðflúr Tengdar fréttir Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
„Við vorum bjartsýn á góð viðbrögð fyrirfram, en ég held að mér sé óhætt að segja að enginn hafi átt von á þessum rosalega fjölda umsókna,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónamaður Reykjavík Ink, sem hefjast á Stöð 2 í haust. Yfir 1200 manns hafa nú þegar sótt um að koma fram í þáttunum. Stöð 2 leitar að fólki sem hefur áhuga á því að fá sér nýtt húðflúr. Einstaklingum verður boðið að koma og fá nýtt húðflúr yfir gamalt flúr sem það er einhverra hluta vegna ekki ánægt með. Fólk sem hefur látið sig dreyma um að fá tattú yfir ör getur einnig sótt um þátttöku og síðan verður tveimur einstaklingum boðið að koma í þættina sem „auður strigi" og leyfa listamönnunum á Reykjavík Ink að ráða. „Þetta undirstrikar kannski hversu stór hópurinn er orðinn sem er með húðflúr og hefur áhuga á þeim. Hópurinn sem hefur sótt um er líka mjög fjölbreyttur. Þetta eru konur og karlar, allur aldur og fólk alls staðar að af landinu. Við erum enn að vinna okkur í gegnum þennan bunka en mér sýnist flestir vera að sækja um að fá nýtt húðflúr yfir eldra og sögurnar á bakvið eru margar hverjar ótrúlegar.“ Hún segir að ófáir hafa vaknað með tattú sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sér og önnur hafi hreinlega misheppnast, eru skökk og skæld eða með stafsetningarvillum í.„Svo er stór hópur fólks sem fékk sér tattú meðan það var í óreglu en hefur breytt um lífsstíl og gamla flúrið minnir á vonda tíma. Jú og nöfn á fyrrverandi kærustum, það er líka eitthvað um þau. Við opnuðum auk þess á þann möguleika að fólk sem væri með ör sem það langaði að hylja með flúri gæti sótt um. Þar hafa hrannast inn umsóknir og við eigum eftir að fá valkvíða við að velja úr þar.“Enn er hægt að sækja um og rennur fresturinn út þann 9. maí Powered by Typeform
Húðflúr Tengdar fréttir Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00