Dansaði í gegnum vörn Bayern og tryggði Atlético sigur | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:30 Saúl fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum hjá Atletico Madrid. Vísir/Getty Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira