Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2016 10:17 Það spáir ekki vel á veiðimenn næstu dagana Það hefur ekki mikið farið fyrir vori á Norður- og Austurlandi og það er ekki að sjá að það sé nokkur breyting þar á í veðurspánni. Það er spáð köldu veðri, hvassvirði á köflum með snjókomu og éljum. Ekki beint það sem veiðimenn eru að leita eftir og það sem þetta gæti stefnt er að vorið verið langt, kalt og standi fram í júní. Veðrið síðasta sumar var ekkert til að hrópa húrra yfir á norðurlandi en sem dæmi voru veiðimenn í Aðaldal að skafa frost af rúðum á bílunum í júlí. Það er urmull af góðum veiðivötnum á norður og austurlandi en það virðist engu að síður stefna í að þau verði ekki veidd næstu 2-3 vikurnar, í það minnsta ekki af neinu ráði. Fyrst þarf að hlýna vel en það er ennþá ís á mörgum vötnum og mikill snjór í þessum landshlutum. Af öðrum vötnum þar sem veiði er þegar hafin er lítið að frétta af Elliðavatni. Þrátt fyrir mikla ástundun er veiðin lítil. Sama má segja um Vífilstaðavatn og Meðalfellsvatn þaðan er lítið að frétta. Veiðin á Þingvöllum er ágæt hjá þeim sem þekkja vatnið og stunda það mikið en sem dæmi var veiðimaður við vatnið í gær með fimm urriða eftir kvöldið í stærðum frá 68 sm upp í 89 sm. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði
Það hefur ekki mikið farið fyrir vori á Norður- og Austurlandi og það er ekki að sjá að það sé nokkur breyting þar á í veðurspánni. Það er spáð köldu veðri, hvassvirði á köflum með snjókomu og éljum. Ekki beint það sem veiðimenn eru að leita eftir og það sem þetta gæti stefnt er að vorið verið langt, kalt og standi fram í júní. Veðrið síðasta sumar var ekkert til að hrópa húrra yfir á norðurlandi en sem dæmi voru veiðimenn í Aðaldal að skafa frost af rúðum á bílunum í júlí. Það er urmull af góðum veiðivötnum á norður og austurlandi en það virðist engu að síður stefna í að þau verði ekki veidd næstu 2-3 vikurnar, í það minnsta ekki af neinu ráði. Fyrst þarf að hlýna vel en það er ennþá ís á mörgum vötnum og mikill snjór í þessum landshlutum. Af öðrum vötnum þar sem veiði er þegar hafin er lítið að frétta af Elliðavatni. Þrátt fyrir mikla ástundun er veiðin lítil. Sama má segja um Vífilstaðavatn og Meðalfellsvatn þaðan er lítið að frétta. Veiðin á Þingvöllum er ágæt hjá þeim sem þekkja vatnið og stunda það mikið en sem dæmi var veiðimaður við vatnið í gær með fimm urriða eftir kvöldið í stærðum frá 68 sm upp í 89 sm.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði