Fjöldi íslenskra húðvörumerkja eykst með hverju árinu, og virðist velgengni þeirra vera stigvaxandi, á meðan ekkert íslenskt förðunarvörumerki virðist ætla að slá í gegn.
En hvað er það sem fær fólk til þess að stofna fyrirtæki og hefja framleiðslu á húðvörum? Er þetta gamall draumur eða gott viðskiptatækifæri? Hvað er það sem gerir húðvöru góða?
Í aprílblaði Glamour tókum við nokkra stofnendur íslensku húðvörumerkjanna tali og spurðum þau út í upphafið og ástríðuna á bakvið fyrirtækið.
