Vika ársins Berglind Pétursdóttir skrifar 11. apríl 2016 00:00 Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Panama-skjölin Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun