Viðskipti erlent

Daily Mail íhugar að kaupa Yahoo

Sæunn Gísladóttir skrifar
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. Vísir/AP
The Daily Mail & General Trust PLC, móðurfélag breska blaðsins The Daily Mail íhugar að kaupa grunnrekstur Yahoo samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.

Forsvarsmenn Yahoo tilkynntu fyrir nokkrum vikum að öll tilboð í grunnrekstur félagsins þyrftu að berast fyrir 18. apríl næstkomandi.

Samkvæmt heimildum er Daily Mail ekki eina fyrirtækið sem hefur áhuga. Lengi hefur verið í deiglunni að Verizon bjóði í Yahoo í vikunni. Samkvæmt heimildum Bloomberg eru forsvarsmenn Google einnig að íhuga tilboð. 

Yahoo hefur átt mjög erfitt uppdráttar undanfarin árin. Framkvæmdastjóri þess, Marissu Mayer, hefur ekki tekist að koma af stað viðsnúningi í rekstri þess. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×