Viðskipti erlent

Áform um að byggja hæstu byggingu heims í Dúbaí

Sæunn Gísladóttir skrifar
Búist er við að byggingin verði hærri en núverandi hæsta bygging heims, Burj Khalifa.
Búist er við að byggingin verði hærri en núverandi hæsta bygging heims, Burj Khalifa. Vísir/AFP
Áform eru um að byggja nýjan turn í Dúbaí sem mun slá met Burj Khalifa sem hæsta bygging heims. Áætlað er að byggingu verði lokið árið 2020.

Turninn verður í hverfinu Creek Harbour í Dúbái og samkvæmt frétt Business Insider um málið mun framkvæmdin kosta milljarð dollara, jafnvirði 123 milljarða íslenskra króna. Burj Khalifa er 828 metra há, því má búast við að þessi turn verði að minnsta kost 830 metrar á hæð. 

Mynd/Wikipedia
Óvíst er hvort að byggingin muni þó ná að verða hæsta bygging heims, þar sem áform eru um að ljúka turni í Sádí-Arabíu árið 2018 sem verður um þúsund metrar á lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×