Aðdáendur þáttaraðarinnar hafa búið sig undir það að sjá Bran Stark á nýjan leik og að systir hans Arya verði sjónlaus í Braavos. Það sem fólk bjóst ekki endilega við er að sjá Ser Davos Seaworth takast á við meðlimi The Night's Watch og meðlimi Bolton ættarinnar.
Afdrif Jon Snow eru enn óljós og þá sjást í stiklunni áhugaverðar myndir frá Braavos.
Stikluna má sjá hér að neðan en þáttaröðin hefst 25. apríl og er sýnd á Stöð 2.