Friðsamleg mótmæli eru ótrúlega mikilvæg Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2016 13:00 Friðbjörg Ingimarsdóttir annar höfunda að handbókinni Hugskot. Visir/Anton Brink Hugskot, skamm,-fram- og víðsýni nefnist ný handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundar eru þau Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir og markmið þeirra með verkinu er einkum að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun og að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu.Fjarlægðin skerpir Friðbjörg segir að þau Gunnar hafi bæði mikinn áhuga á þessu efni en hvað hana varði þá hafi sitthvað á starfsferlinum einkum verið kveikjan að bókinni. „Ég var búin að starfa bæði sem kennsluráðgjafi með nýbúamál og fjölmenningarmál fyrir Reykjavíkurborg og grunnskóla, auk þess að hafa fengist við kennslu í Danmörku. Þessi reynsla vakti alls konar spurningar. Spurningar varðandi allar þær hindranir sem maður glímir við þegar maður er nýr í landi eða að taka á móti fólki sem kemur utan frá og mér fannst vera mjög lærdómsríkt ferli. Í mínu starfi lærði ég líka mikið um hvað íslenskt samfélag var einsleitt og staðnað og kynntist því líka allhressilega hvernig fordómar og staðalímyndir virka og hversu mannfjandsamlegir þeir geta verið og hamlandi. En um leið varð mér ljóst hversu elskulegir og opnir margir landar okkar eru. En svo má ekki gleyma að innflytjendur hafa fordóma rétt eins og við. Það hafði líka ótrúlega sterk áhrif á mig að vera utan Íslands og að vera í Danmörku að aðstoða innflytjendur. Fjarlægðin og þessi reynsla skerpti mjög sýn mína á Ísland og hvað við stöndum fyrir.Lykill að framförum Við Gunnar höfum líka bæði mikinn áhuga á mannréttindum almennt og hvernig maður byggir sig upp sem gagnrýninn borgari sem er heilmikið lærdómsferli fyrir hvert samfélag. Mér fannst á þeim tíma sem ég var í Danmörku að umræðan heima væri svona tíu árum á eftir en það finnst mér hafa breyst mikið. Ég þakka það ekki síst samfélagsmiðlunum sem hafa átt mikinn þátt í því að breyta hvernig fólk hugsar. Fólk verður gagnrýnna og áræðnara að taka þátt í umræðunni. Hinn gagnrýni borgari er þannig ekki aðeins sá sem sparkar í girðingar heldur sá sem er heiðarlegur borgari sem lætur sig málin varða og tekur afstöðu og veitir aðhald. Við verðum að hugsa um mikilvægi þess að þingmenn vinni í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Hrunið hafði til að mynda gríðarlega mikil áhrif í þessum efnum og það sem við stöndum frammi fyrir í dag felur einnig í sér stór tækifæri fyrir okkur sem samfélag. Margir koma fram á völlinn og taka þátt í samræðunni og það er í gegnum samræðuna sem við þroskumst. Þessi tími er því sérlega áhugaverður og ég er stolt af þjóðinni sem hefur vaknað upp og er að hugsa málið. Það hefur enginn einn rétt á sannleikanum en málið er að við hugsum og eigum í opinni og gagnrýninni umræðu. Þar liggur lykillinn að framförum.Mótum samfélagið Friðsamleg mótmæli á Austurvelli eru ótrúlega mikilvæg vegna þess að með því erum við að segja við þá sem ráða, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að við ætlum að fylgjast vel með. Við viljum hafa áhrif. En mér finnst friðsamleg mótmæli líka felast í því að skrifa góðar greinar, koma fram nýjum vinklum, rekja upplýsingar og draga þær fram í dagsljósið. Ekki öðru fólki til háðungar heldur til þess að við getum lært af því. Eitt það sorglegasta og versta sem við gerum er þegar við erum farin að nota gagnrýnina til háðungar og að tala niður til fólks. Það er ekki vænlegt til framfara fyrir samfélagið og eitthvað sem við eigum að varast. Málið er að menning mótar og er mótuð, rétt eins og samfélagið og samfélagið ætti að vera í mun meiri mæli mótað af okkur, upplýstum almenningi, gagnrýnum en uppbyggilegum borgurum.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hugskot, skamm,-fram- og víðsýni nefnist ný handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundar eru þau Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir og markmið þeirra með verkinu er einkum að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun og að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu.Fjarlægðin skerpir Friðbjörg segir að þau Gunnar hafi bæði mikinn áhuga á þessu efni en hvað hana varði þá hafi sitthvað á starfsferlinum einkum verið kveikjan að bókinni. „Ég var búin að starfa bæði sem kennsluráðgjafi með nýbúamál og fjölmenningarmál fyrir Reykjavíkurborg og grunnskóla, auk þess að hafa fengist við kennslu í Danmörku. Þessi reynsla vakti alls konar spurningar. Spurningar varðandi allar þær hindranir sem maður glímir við þegar maður er nýr í landi eða að taka á móti fólki sem kemur utan frá og mér fannst vera mjög lærdómsríkt ferli. Í mínu starfi lærði ég líka mikið um hvað íslenskt samfélag var einsleitt og staðnað og kynntist því líka allhressilega hvernig fordómar og staðalímyndir virka og hversu mannfjandsamlegir þeir geta verið og hamlandi. En um leið varð mér ljóst hversu elskulegir og opnir margir landar okkar eru. En svo má ekki gleyma að innflytjendur hafa fordóma rétt eins og við. Það hafði líka ótrúlega sterk áhrif á mig að vera utan Íslands og að vera í Danmörku að aðstoða innflytjendur. Fjarlægðin og þessi reynsla skerpti mjög sýn mína á Ísland og hvað við stöndum fyrir.Lykill að framförum Við Gunnar höfum líka bæði mikinn áhuga á mannréttindum almennt og hvernig maður byggir sig upp sem gagnrýninn borgari sem er heilmikið lærdómsferli fyrir hvert samfélag. Mér fannst á þeim tíma sem ég var í Danmörku að umræðan heima væri svona tíu árum á eftir en það finnst mér hafa breyst mikið. Ég þakka það ekki síst samfélagsmiðlunum sem hafa átt mikinn þátt í því að breyta hvernig fólk hugsar. Fólk verður gagnrýnna og áræðnara að taka þátt í umræðunni. Hinn gagnrýni borgari er þannig ekki aðeins sá sem sparkar í girðingar heldur sá sem er heiðarlegur borgari sem lætur sig málin varða og tekur afstöðu og veitir aðhald. Við verðum að hugsa um mikilvægi þess að þingmenn vinni í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Hrunið hafði til að mynda gríðarlega mikil áhrif í þessum efnum og það sem við stöndum frammi fyrir í dag felur einnig í sér stór tækifæri fyrir okkur sem samfélag. Margir koma fram á völlinn og taka þátt í samræðunni og það er í gegnum samræðuna sem við þroskumst. Þessi tími er því sérlega áhugaverður og ég er stolt af þjóðinni sem hefur vaknað upp og er að hugsa málið. Það hefur enginn einn rétt á sannleikanum en málið er að við hugsum og eigum í opinni og gagnrýninni umræðu. Þar liggur lykillinn að framförum.Mótum samfélagið Friðsamleg mótmæli á Austurvelli eru ótrúlega mikilvæg vegna þess að með því erum við að segja við þá sem ráða, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að við ætlum að fylgjast vel með. Við viljum hafa áhrif. En mér finnst friðsamleg mótmæli líka felast í því að skrifa góðar greinar, koma fram nýjum vinklum, rekja upplýsingar og draga þær fram í dagsljósið. Ekki öðru fólki til háðungar heldur til þess að við getum lært af því. Eitt það sorglegasta og versta sem við gerum er þegar við erum farin að nota gagnrýnina til háðungar og að tala niður til fólks. Það er ekki vænlegt til framfara fyrir samfélagið og eitthvað sem við eigum að varast. Málið er að menning mótar og er mótuð, rétt eins og samfélagið og samfélagið ætti að vera í mun meiri mæli mótað af okkur, upplýstum almenningi, gagnrýnum en uppbyggilegum borgurum.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira