Bieber stóð við hliðin á honum þegar Malone flutti eitt af sínu frægu lögum og tók upp á því að slökkva í sígarettu á hendinni hans. Malone kippti sér ekki upp við þetta og kláraði lagið eins og fagmaður.
Hann tók greinilega eftir þessu því eftir flutninginn tók hann Bieber hálstaki og þurftu vinir þeirra að stíga þá í sundur. Eins og þekkist vel í nútímasamfélagi, þá voru snjallsímar útum allt og náðist myndband af því þegar Bieber setur sígarettu í handlegginn á Malone og einnig náðist ljósmynd af hálstakinu.
Post Malone hefur verið að hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin og eru þeir góðir vinir. Eins og alþjóð veit mun Justin Bieber koma fram á tvennum tónleikum á í Kórnum í Kópavogi í september.