Eftir að hafa horft á fjöldan allan af tilfærslum við skyggingarnar á Instagram, clown contouring, doppótt contouring og fleira, þá héldum við að við hefðum séð þetta allt. En nei.
Nú hefur verið birt stutt myndband á Instagram síðunni LiveGlam þar sem stúlka skyggir á sér afturendan. Já, það er komið að því.
Þá er bara spurningin hvort fólk fari að dunda sér við þetta fyrir sundferðir sumarins. En sjón er sögu ríkari.