Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. apríl 2016 14:38 Cryptochrome er lítt þekkt íslensk-ensk hljómsveit sem gerir út frá Reykjavík. Í janúar hófst það metnaðarfulla verkefni að gefa út eitt myndband í hverjum mánuði út árið 2016. Öll lögin munu svo enda á breiðskífunni More Human sem hljóðrituð var á sex dögum á Siglufirði á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að gífurlegur metnaður er lagður bæði í tónlistina og myndböndin. Hljómsveitar meðlimir eru fjórir. Hjónin Una Stígsdóttir og Anik Karensson ásamt tveimur breskum félögum þeirra. Það eru upptökustjórinn Leigh Lawson sem fluttist hingað til lands sérstaklega til þess að starfa með sveitinni og taktgjafinn S.O.N. Nú þegar hafa Cryptochrome gefið út fjögur lög á Youtube og er hvert öðru vandaðra. Í janúar kom út hið munaðarfulla Gameone sem gert var af frönsku kvikmyndagerðar konunni Sölmu Cheddadi. Í febrúar kom út lagið Clappo í leikstjórn Loga Hilmarssonar. Í mars kom út rafpoppsmellurinn Crazy little you sem gert var af Anní Ólafsdóttur og Sunnevu Weisshappel. Fyrir nokkrum dögum kom svo út djassaða örlagið Charging en það myndband unnu þau hjón sjálf."Ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara"Tónlistin er unnin sameiginlega af þríeykinu en Una syngur og rappar ásamt eiginmanni sínum en hann starfaði áður í bresku hiphop-senunni með sveitinni Dark Circle. Leigh hefur séð um upptökustjórn. Fjórði maðurinn sem kemur að ferlinu er breski tónlistarmaðurinn S.O.N. sem sér um að smíða takta. Una er myndlistarmaður en hefur starfað sem sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir leiksýningar. „Það er það sem ég geri líka mikið fyrir Cryptochrome að prufa allt,“ segir hún. „Mér finnst allt skemmtilegt og ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara.“ „Okkur finnst þetta vera allt sami pakkinn. Það sem maður heyrir og sér er svo samtengt,“ segir Anik á óaðfinnanlegri íslensku en hann fluttist hingað fyrir 11 árum síðan í það sem átti einungis að vera stutt stopp. „Við erum ekki bara hljómsveit. Við erum líka að vinna með sjónlist og ímynd. Þetta verða 11 lög með 11 myndböndum. Þetta er eitt heildarverkefni.“Næsta verður Virtual Reality myndbandAðspurð að því hvernig það gangi að reka hljómsveit, hjónaband og fjölskyldu svara þau í kór; „Bara mjög vel!“ „Það gengur vel ef maður er glaður,“ útskýrir Una betur. „Ef hjónabandið er gott getur maður bætt hverju sem er ofan á það.“ Cryptochrome hefur örsjaldan komið fram á tónleikum en stefnt er að því að þróa metnaðarfullt tónleikasett fyrir sumarið. Í augnablikinu eru þau Cryptochrome-hjón að vinna að maí-myndbandi sveitarinnar sem verður þeirra metnaðarfyllsta til þessa. „Næsta myndband verður virtual reality myndband,“ segir Anik og hljómar spenntur. „Þetta er svipað og Björk gerði nema hvað að þetta er eins og það á sýru.“ Myndbandið verður frumsýnt á vef Vísis þegar það verður tilbúið. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Cryptochrome er lítt þekkt íslensk-ensk hljómsveit sem gerir út frá Reykjavík. Í janúar hófst það metnaðarfulla verkefni að gefa út eitt myndband í hverjum mánuði út árið 2016. Öll lögin munu svo enda á breiðskífunni More Human sem hljóðrituð var á sex dögum á Siglufirði á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að gífurlegur metnaður er lagður bæði í tónlistina og myndböndin. Hljómsveitar meðlimir eru fjórir. Hjónin Una Stígsdóttir og Anik Karensson ásamt tveimur breskum félögum þeirra. Það eru upptökustjórinn Leigh Lawson sem fluttist hingað til lands sérstaklega til þess að starfa með sveitinni og taktgjafinn S.O.N. Nú þegar hafa Cryptochrome gefið út fjögur lög á Youtube og er hvert öðru vandaðra. Í janúar kom út hið munaðarfulla Gameone sem gert var af frönsku kvikmyndagerðar konunni Sölmu Cheddadi. Í febrúar kom út lagið Clappo í leikstjórn Loga Hilmarssonar. Í mars kom út rafpoppsmellurinn Crazy little you sem gert var af Anní Ólafsdóttur og Sunnevu Weisshappel. Fyrir nokkrum dögum kom svo út djassaða örlagið Charging en það myndband unnu þau hjón sjálf."Ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara"Tónlistin er unnin sameiginlega af þríeykinu en Una syngur og rappar ásamt eiginmanni sínum en hann starfaði áður í bresku hiphop-senunni með sveitinni Dark Circle. Leigh hefur séð um upptökustjórn. Fjórði maðurinn sem kemur að ferlinu er breski tónlistarmaðurinn S.O.N. sem sér um að smíða takta. Una er myndlistarmaður en hefur starfað sem sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir leiksýningar. „Það er það sem ég geri líka mikið fyrir Cryptochrome að prufa allt,“ segir hún. „Mér finnst allt skemmtilegt og ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara.“ „Okkur finnst þetta vera allt sami pakkinn. Það sem maður heyrir og sér er svo samtengt,“ segir Anik á óaðfinnanlegri íslensku en hann fluttist hingað fyrir 11 árum síðan í það sem átti einungis að vera stutt stopp. „Við erum ekki bara hljómsveit. Við erum líka að vinna með sjónlist og ímynd. Þetta verða 11 lög með 11 myndböndum. Þetta er eitt heildarverkefni.“Næsta verður Virtual Reality myndbandAðspurð að því hvernig það gangi að reka hljómsveit, hjónaband og fjölskyldu svara þau í kór; „Bara mjög vel!“ „Það gengur vel ef maður er glaður,“ útskýrir Una betur. „Ef hjónabandið er gott getur maður bætt hverju sem er ofan á það.“ Cryptochrome hefur örsjaldan komið fram á tónleikum en stefnt er að því að þróa metnaðarfullt tónleikasett fyrir sumarið. Í augnablikinu eru þau Cryptochrome-hjón að vinna að maí-myndbandi sveitarinnar sem verður þeirra metnaðarfyllsta til þessa. „Næsta myndband verður virtual reality myndband,“ segir Anik og hljómar spenntur. „Þetta er svipað og Björk gerði nema hvað að þetta er eins og það á sýru.“ Myndbandið verður frumsýnt á vef Vísis þegar það verður tilbúið.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira