Loksins kemur út plata! Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. apríl 2016 10:00 Gunnar Ingi Valgeirsson og Daníel Guðnason Vísir/Ernir „Við erum loksins að gefa út okkar fyrstu plötu,” segir Gunnar Ingi Valgeirsson, stofnmeðlimur í hljómsveitinni Major Pink. Hljómsveitin er sennilega þekktust fyrir lag sitt It’s Gonna be Alright, sem kom út í október 2014 í samstarfi við Barða Jóhannsson, oftast kenndan við Bang Gang og Starwalker. Nýja platan heitir Take the Abuse. Útgáfutónleikar verða í Lucky Records í dag klukkan fjögur. Sveitin á sér langa sögu, en hún var fyrst stofnuð 2007. „Við vorum nokkrir fjórtán ára krakkar úr Grafaravogi sem langaði til að stofna hljómsveit. Við skírðum hana Major Pink Disaster. Sú sveit spilaði einu sinni,” segir Gunnar Ingi og hlær. Fimm árum seinna, árið 2012, hittust tveir fyrrum meðlimir sveitarinnar, Gunnar Ingi og Daníel Guðnason og ræddu um að endurvekja hljómsveitina. „Hún hét þá Major Pink and the Disasters, við sömdum nokkur lög áður en við skiptum um nafn í þriðja og svo fjórða sinn.” Í dag heitir sveitin einfaldlega Major Pink og vinnur enn náið með Barða, auk þess sem Hrafnhildur Magnea bættist í sveitina og er hljómborðsleikari. „Við hvetjum sem flesta til að láta sjá sig í stuði!” segir Gunnar Ingi að lokum. Hér má hlýða á lagið It's Gonna be Alright í flutningi Major Pink. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum loksins að gefa út okkar fyrstu plötu,” segir Gunnar Ingi Valgeirsson, stofnmeðlimur í hljómsveitinni Major Pink. Hljómsveitin er sennilega þekktust fyrir lag sitt It’s Gonna be Alright, sem kom út í október 2014 í samstarfi við Barða Jóhannsson, oftast kenndan við Bang Gang og Starwalker. Nýja platan heitir Take the Abuse. Útgáfutónleikar verða í Lucky Records í dag klukkan fjögur. Sveitin á sér langa sögu, en hún var fyrst stofnuð 2007. „Við vorum nokkrir fjórtán ára krakkar úr Grafaravogi sem langaði til að stofna hljómsveit. Við skírðum hana Major Pink Disaster. Sú sveit spilaði einu sinni,” segir Gunnar Ingi og hlær. Fimm árum seinna, árið 2012, hittust tveir fyrrum meðlimir sveitarinnar, Gunnar Ingi og Daníel Guðnason og ræddu um að endurvekja hljómsveitina. „Hún hét þá Major Pink and the Disasters, við sömdum nokkur lög áður en við skiptum um nafn í þriðja og svo fjórða sinn.” Í dag heitir sveitin einfaldlega Major Pink og vinnur enn náið með Barða, auk þess sem Hrafnhildur Magnea bættist í sveitina og er hljómborðsleikari. „Við hvetjum sem flesta til að láta sjá sig í stuði!” segir Gunnar Ingi að lokum. Hér má hlýða á lagið It's Gonna be Alright í flutningi Major Pink.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“