Lífið

Spennan magnast fyrir „Ólafur Ragnar hefur ákveðið að Kanye taki við embættinu“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert kemur fram um efni fundarins. Forsetaritari útilokar ekki að framboð til forseta sé fundarefni.
Ekkert kemur fram um efni fundarins. Forsetaritari útilokar ekki að framboð til forseta sé fundarefni. vísir/Anton brink
Óhætt er að segja að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, hafi hrist upp í samfélaginu með fréttatilkynningu á ellefta tímanum í dag. Og ekki í fyrsta skipti. Hann boðar blaðamenn til fundar á Bessastöðum klukkan 16:15 en ekkert kemur fram um efni fundarins.

Örnólfur Thorsson forsetaritari vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Spurður að því hvort fundurinn tengdist mögulegu framboði Ólafs Ragnars til forseta vildi Örnólfur ekkert tjá sig um það.

Ýmsar kenningar eru á lofti um tilefni fundarins og fara notendur á Twitter sem fyrr á kostum þar sem rýnt er í stöðuna. Íslandsvinurinn Kanye West kemur við sögu og sömuleiðis Maggi á Texasborgurum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.