Kvalarsæla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Einhvern tímann vorum við afi að ræða hvað það væri móðins að fara út að hlaupa. Þá sagði afi mér að ef einhver hefði hlaupið úti á götu fyrir fimmtíu árum síðan án þess að vera að fara neitt sérstakt, hefði hann verið lokaður inni á Kleppi. Mér varð hugsað til þessa þar sem ég gekk sjálfviljug í ískaldri rigningu í blautum snjó og brjáluðu roki á laugardagsmorgni. Bara af því bara. Ég sá ekki handa minna skil, hvað þá útsýnið. Ég sökk ofan í drulluna. Það minnti mig á hestinn í Never ending story. Sem er fyrsta hryllingsminning mín úr sjónvarpi. Ég finn enn fyrir ísköldum stingnum þegar ég áttaði mig á því að hann myndi raunverulega deyja. Og hvílíkur dauðdagi. Nei, ég meina. Í alvöru talað! Já, ég var í þessum pælingum uppi á fjöllum. Klædd ull og skel og goretex. Eina ánægjan á tímabili var samviskulaust snickers-át. Svo hætti ég að finna fyrir kulda og þreytu. Elti hugsunarlaust næsta rass á undan. Eins og rolla í júlí. Hugsaði ekki um vinnuna. Ekki um börnin. Ekki um sumarfrí. Ekki um reikninga. Þegar ég var komin í sófann minn um kvöldið var allt orðið gott. Heimilið mitt var griðastaður. Nammið í skálinni voru hamingjudropar. Sængin mín var mjúkur faðmur kærleikans. Ég grét eins og smábarn yfir amerískri bíómynd. Skelin var jafn aum og vöðvarnir. Það var akkúrat þarna sem ég ákvað að fara í aðra fjallgöngu. Bara sem allra fyrst. Ég skráði mig í tvær. Þetta er undarleg hegðun. (Svolítið eins og að vera æst í annað barn eftir þrjátíu tíma fæðingu á frumburðinum). Tilfinningin eftir á er bara svo góð. Jafn góð og þegar hesturinn lifnaði við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun
Einhvern tímann vorum við afi að ræða hvað það væri móðins að fara út að hlaupa. Þá sagði afi mér að ef einhver hefði hlaupið úti á götu fyrir fimmtíu árum síðan án þess að vera að fara neitt sérstakt, hefði hann verið lokaður inni á Kleppi. Mér varð hugsað til þessa þar sem ég gekk sjálfviljug í ískaldri rigningu í blautum snjó og brjáluðu roki á laugardagsmorgni. Bara af því bara. Ég sá ekki handa minna skil, hvað þá útsýnið. Ég sökk ofan í drulluna. Það minnti mig á hestinn í Never ending story. Sem er fyrsta hryllingsminning mín úr sjónvarpi. Ég finn enn fyrir ísköldum stingnum þegar ég áttaði mig á því að hann myndi raunverulega deyja. Og hvílíkur dauðdagi. Nei, ég meina. Í alvöru talað! Já, ég var í þessum pælingum uppi á fjöllum. Klædd ull og skel og goretex. Eina ánægjan á tímabili var samviskulaust snickers-át. Svo hætti ég að finna fyrir kulda og þreytu. Elti hugsunarlaust næsta rass á undan. Eins og rolla í júlí. Hugsaði ekki um vinnuna. Ekki um börnin. Ekki um sumarfrí. Ekki um reikninga. Þegar ég var komin í sófann minn um kvöldið var allt orðið gott. Heimilið mitt var griðastaður. Nammið í skálinni voru hamingjudropar. Sængin mín var mjúkur faðmur kærleikans. Ég grét eins og smábarn yfir amerískri bíómynd. Skelin var jafn aum og vöðvarnir. Það var akkúrat þarna sem ég ákvað að fara í aðra fjallgöngu. Bara sem allra fyrst. Ég skráði mig í tvær. Þetta er undarleg hegðun. (Svolítið eins og að vera æst í annað barn eftir þrjátíu tíma fæðingu á frumburðinum). Tilfinningin eftir á er bara svo góð. Jafn góð og þegar hesturinn lifnaði við.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun