Kardashian-fjölskyldan er vafalítið ein sú frægasta í heimi.mynd/snapchat
„Neyðarlending en við erum heil á húfi. Við lentum á golfvelli,“ segir Kim Kardashian á Snapchat-aðgangi sínum. Hún er nú á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum, Kanye West, og systur, Kourtney Kardashian.
Ástæða lendingarinnar var að sögn Kim sætisól sem hékk út úr þyrlunni en hún hafði slegist utan í skrokk vélarinnar.
Kim Kardashian birti þessa mynd á Snapchat-aðgangi sínum.Tilgangur heimsóknar fjölskyldunnar er að taka upp tónlistarmyndband við eitt af lögunum á nýútkominni plötu Kanye, The Life of Pablo, en á huldu er um hvaða lag er að ræða. Platan kom út 14. febrúar síðastliðinn og er sjöunda plata rapparans.
Heimsóknina virðast þau jafnframt nýta í að skoða landið, en þau hafa meðal annars gert sér ferð að Gullfossi og Geysi og farið upp í turn Hallgrímskirkju, svo fátt eitt sé nefnt. Þá snæddu þau kvöldverð á Grillmarkaðnum í gær, en þau greina skilmerkilega frá ferðalagi sínu á hinum vinsæla samfélagsmiðli, Snapchat.
"Það skemmtilegasta sem ég geri að að sjá kirkjur í mismunandi borgum,“ segir Kourtney Kardashian, á Snapchat, en hún heimsótti Hallgrímskirkju ásamt vini sínum Jonathan Cheban núna rétt eftir hádegi í dag.