Gráa hárið víkur fyrir kopartónum Ritstjórn skrifar 19. apríl 2016 11:00 Á dögunum stóð Halldór Jónsson heildverslun fyrir frábærri hársýningu Wella Professionals. Þeir Pepe Hell og Juhani Pennala frá Wella Professionals í Finnlandi, komu og kynntu það nýjasta í hártískunni fyrir vor og sumar 2016. „Nú munum við kveðja Ombre og Balayage og bjóða Ecaille velkomið. Ecaille er litatækni sem gefur hárinu náttúrulegt flæði og hreyfingu. Fallegir mokka, gylltir og kopartónar eru áberandi í sumar og þessir miklu gráu tónar detta út,“ segir Anika Lind Björnsdóttir, söluráðgjafi hjá Halldóri Jónssyni„Strákarnir héldu stórkostlega sýningu fyrir íslenskt fagfólk og sýndu þeim hvernig Ecaille byggist upp og um hvað þessi litatækni snýst. Ef við ímyndum okkur skjaldbökuskel, þá er enginn rammi með eins mynstri. Það er hugmyndafræðin á bakvið Ecaille. Við röðum litunum bæði lóðrétt og lárétt, sem gefur okkur þessa náttúrulegu hreyfingu. En þar sem Ecaille hefur fram yfir Ombre og Balayage er að möguleikarnir eru endalausir. Hugmyndaflugið fær að njóta sín og hver fagmaður setur sitt „touch“ á útkomuna,“ segir Anika, sátt eftir velheppnaða sýningu. Glamour Fegurð Mest lesið Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Stella McCartney hannar ólympíufatnað Bretlands fyrir Ríó Glamour Mikilvæg skilaboð frá leikkonunum í Girls Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Paris Hilton aldamótanna er tískufyrirmynd dagsins í dag Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour Verst klæddu stjörnurnar á VMA hátíðinni Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour
Á dögunum stóð Halldór Jónsson heildverslun fyrir frábærri hársýningu Wella Professionals. Þeir Pepe Hell og Juhani Pennala frá Wella Professionals í Finnlandi, komu og kynntu það nýjasta í hártískunni fyrir vor og sumar 2016. „Nú munum við kveðja Ombre og Balayage og bjóða Ecaille velkomið. Ecaille er litatækni sem gefur hárinu náttúrulegt flæði og hreyfingu. Fallegir mokka, gylltir og kopartónar eru áberandi í sumar og þessir miklu gráu tónar detta út,“ segir Anika Lind Björnsdóttir, söluráðgjafi hjá Halldóri Jónssyni„Strákarnir héldu stórkostlega sýningu fyrir íslenskt fagfólk og sýndu þeim hvernig Ecaille byggist upp og um hvað þessi litatækni snýst. Ef við ímyndum okkur skjaldbökuskel, þá er enginn rammi með eins mynstri. Það er hugmyndafræðin á bakvið Ecaille. Við röðum litunum bæði lóðrétt og lárétt, sem gefur okkur þessa náttúrulegu hreyfingu. En þar sem Ecaille hefur fram yfir Ombre og Balayage er að möguleikarnir eru endalausir. Hugmyndaflugið fær að njóta sín og hver fagmaður setur sitt „touch“ á útkomuna,“ segir Anika, sátt eftir velheppnaða sýningu.
Glamour Fegurð Mest lesið Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Stella McCartney hannar ólympíufatnað Bretlands fyrir Ríó Glamour Mikilvæg skilaboð frá leikkonunum í Girls Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Paris Hilton aldamótanna er tískufyrirmynd dagsins í dag Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour Verst klæddu stjörnurnar á VMA hátíðinni Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour