Audi SQ7 í aðalhlutverki í Captain America Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 12:22 Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent
Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent