Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2016 23:15 Rosberg var eins og keisarinn í Kína um helgina, einn og óskoraður. Vísir/Getty Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. Hvað kom fyrir Lewis Hamilton, verður Ferrari alltaf á eftir Mercedes? Getur einhver ógnað Rosberg? Allt þetta og fleiri í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Kvyat og Vettel ræða málin eftir keppnina.Vísir/Stöð2Sport (skjáskot)Daniil Kvyat gegn Sebastian Vettel Orðaskipti Kvyat og Vettel eftir kappaksturinn hafa vakið mikla athygli. Vettel vildi meina að Kvyat hefði gengið allt of hart fram í framúrakstri sínum fram úr Vettel og Kimi Raikkonen. Ekkert sem sést á myndbandi af atvikinu virðist þó styðja þá skoðun Vettel. Sjá einnig: Myndband-Vettel hellti sér yfir Kvyat í Kína Vettel keyrði á liðsfélaga sinn, Raikkonen í kjölfar þess að Kvyat smeygði sér fram úr. Líklega var Vettel að væla yfir hegðun Kvyat til að afsaka sjálfan sig, en hann ók á liðsfélaga sinn og það er kappakstur 101, ekki keyra á liðsfélaga þinn. Hugsanlega brá Vettel að sjá Kvyat koma á siglingu en Kvyat keyrði ekki á neinn og endaði á verðlaunapallinum. Kvyat sagði eftir keppnina: „Þetta er kappakstur, ég sá bilið og ákvað að grípa tækifærið. Það mega allir búast við að ég taki svona áhættu aftur í framtíðinni.“ Ískaldur töffaraskapur í orðaskaki við fjórfalda heimsmeistarann Vettel. Vettel hefur svo sagt að um kappakstursatvik hafi verið að ræða. Hann hefur greinilega kælt sig aðeins niður og skoðað myndband af atvikinu. Undirritaður vill hrósa Kvyat fyrir það hvernig hann ók og að hann hafði kjark til að nýta tækifærið.Hamilton átti erfitt uppdráttar um helgina og þurfti meðal annars að taka fimm þjónustuhlé í keppninni.Vísir/GettyHarmsaga Hamilton Heimsmeistarinn, Lewis Hamitlon, liðsfélagi Nico Rosberg hjá Mercedes átti ekki góða helgi í Kína. Ófarir Hamilton hófust áður en bíllinn fór út á brautina. Eftir síðustu keppni gerði Mercedes athugun á gírkassanum í bíl Hamilton. Þá kom í ljós smávægileg bilun svo liðinu þótti of áhættusamt að hafa gírkassan í bílnum aðra keppni og skipti því um. Fyrir það var ljóst að Hamilton myndi færast aftur um fimm sæti á ráslínu. Maðurinn var búinn að ná tveimur ráspólum á árinu, svo hann var væntanlega að fara að hefja keppni í sjötta eða sjöunda sæti, það var eiginlega bara formsatriði og munurinn lá í því hvort Rosberg ætti góðan dag. Annað kom þó á daginn þegar tímatakan hófst var fljótlega ljóst að bilun var í bíl Hamilton. Rafkerfið virkaði ekki sem skyldi. Hamilton eyddi því allri fyrstu lotunni inn í bílskúr, án þess að setja tíma og féll því úr leik og myndi ræsa aftastur. Mörgum hefði nú þótt nóg um ófarir heimsmeistarans. Enn átti þó eftir að bæta í. Hann átti ágætis ræsingu og var því í miðri þvögunni inn í fyrstu beygju. Hann lenti svo í samstuði við Felipe Nasr á Sauber og framvængurinn á bíl Hamilton brotnaði af og lenti svo undir bílnum. Vængurinn olli þar skaða og Hamilton þurfti að fá nýjan og reyna að bjarga því sem bjargað varð. Hamilton ræsti af stað í 22. sæti en endaði sjöundi, sem miðað við allt er ágætt. Rosberg leiðir nú heimsmeistarakeppni ökumanna með 36 stiga forskot á næsta mann, sem er Hamilton.Ferrari menn verða að standa saman, ætli þeir að skáka Mercedes.Vísir/GettySífelld mistök Ferrari Ferrari liðið virðist eiga erfitt uppdráttar. Mistök eftir mistök, keppni eftir keppni. Í Ástralíu má ætla að mistök í keppnisáætlun Ferrari hafi kostað liðið pláss í baráttunni um að vinna keppnina. Bahrein var ekki mikið betri, Vettel komst af stað í upphitunarhring en síðan ekki söguna meir. Kimi Raikkonen liðsfélagi Vettel hjá Ferrari landaði reyndar öðru sæti í keppninni sem er eflaust ljós í myrkrinu. Í Kína lentu Ferrari mennirnir svo í samstuði í fyrstu beygju, eftir brösótt gengi í tímatökunni þar sem báðir ökumenn gerðust sekir um mistök sem kostuðu þá hellings tíma. Ferrari liðið hefur hraðann til að veita Mercedes keppni á brautinni í kappakstri. Tímatökurnar virðast í höndum Mercedes þessi misserin. Ferrari þarf hins vegar að eiga nánast mistakalausa helgi til að eiga möguleika á að skáka Mercedes, sem hefur enn smá svigrúm til mistaka.Rosberg var ósnertanlegur í Kína á sunnudaginn.Vísir/GettyVerður Rosberg heimsmeistari? Tölfræðin segir að í þau níu skipti sem ökumaður hefur byrjað tímabil á að vinna þrjár fyrstu keppnirnar, verður sá hinn sami heimsmeistari á því tímabili. Rosberg hefur einmitt unnið þrjár fyrstu keppnirnar og óskar þess væntanlega að hann verði ekki fyrstur til að brjóta regluna. Rosberg er á miklu flugi en það má ekki gleyma því að enn eru 18 keppnir eftir og það eru 25 stig fyrir sigur í hverri þeirra. Hamilton, Vettel, Raikkonen eða hvern annan sem vill og getur skortir því ekki möguleg stig til að skáka Rosberg. En núna er Rosberg með meðbyr og virðist nánast óstöðvandi. Það er því enn ómögulegt að spá fyrir um hvort Rosberg verði heimsmeistari, það eru nefninlega engin stig gefin fyrir það að vera með söguna með sér í liði.Kvyat vakti mikla athygli um helgina fyrir góðan og djarfan akstur sem sklaði honum verðlaunasæti.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Daniil Kvyat sýndi það út á hvað Formúla 1 gengur þegar hann straujaði fram úr Ferrari bílunum í fyrstu beygju um helgina. Fyrir það og viðhorf sitt til ásakana Vettel um glæfralegan framúrakstur hefur hann orðið þess heiðurs afnjótandi að verða tilnefndur ökumaður keppninnar, bæði hér í Bílskúrnum og í opinberri skoðannakönnun á samfélagsmiðlum. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég mun halda áfram að taka svona áhættur Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. apríl 2016 11:00 Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40 Rosberg sullaði í kampavíni í Kína | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt sem gerðist í þriðju Formúlukeppni ársins í Kína. 17. apríl 2016 12:56 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. Hvað kom fyrir Lewis Hamilton, verður Ferrari alltaf á eftir Mercedes? Getur einhver ógnað Rosberg? Allt þetta og fleiri í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Kvyat og Vettel ræða málin eftir keppnina.Vísir/Stöð2Sport (skjáskot)Daniil Kvyat gegn Sebastian Vettel Orðaskipti Kvyat og Vettel eftir kappaksturinn hafa vakið mikla athygli. Vettel vildi meina að Kvyat hefði gengið allt of hart fram í framúrakstri sínum fram úr Vettel og Kimi Raikkonen. Ekkert sem sést á myndbandi af atvikinu virðist þó styðja þá skoðun Vettel. Sjá einnig: Myndband-Vettel hellti sér yfir Kvyat í Kína Vettel keyrði á liðsfélaga sinn, Raikkonen í kjölfar þess að Kvyat smeygði sér fram úr. Líklega var Vettel að væla yfir hegðun Kvyat til að afsaka sjálfan sig, en hann ók á liðsfélaga sinn og það er kappakstur 101, ekki keyra á liðsfélaga þinn. Hugsanlega brá Vettel að sjá Kvyat koma á siglingu en Kvyat keyrði ekki á neinn og endaði á verðlaunapallinum. Kvyat sagði eftir keppnina: „Þetta er kappakstur, ég sá bilið og ákvað að grípa tækifærið. Það mega allir búast við að ég taki svona áhættu aftur í framtíðinni.“ Ískaldur töffaraskapur í orðaskaki við fjórfalda heimsmeistarann Vettel. Vettel hefur svo sagt að um kappakstursatvik hafi verið að ræða. Hann hefur greinilega kælt sig aðeins niður og skoðað myndband af atvikinu. Undirritaður vill hrósa Kvyat fyrir það hvernig hann ók og að hann hafði kjark til að nýta tækifærið.Hamilton átti erfitt uppdráttar um helgina og þurfti meðal annars að taka fimm þjónustuhlé í keppninni.Vísir/GettyHarmsaga Hamilton Heimsmeistarinn, Lewis Hamitlon, liðsfélagi Nico Rosberg hjá Mercedes átti ekki góða helgi í Kína. Ófarir Hamilton hófust áður en bíllinn fór út á brautina. Eftir síðustu keppni gerði Mercedes athugun á gírkassanum í bíl Hamilton. Þá kom í ljós smávægileg bilun svo liðinu þótti of áhættusamt að hafa gírkassan í bílnum aðra keppni og skipti því um. Fyrir það var ljóst að Hamilton myndi færast aftur um fimm sæti á ráslínu. Maðurinn var búinn að ná tveimur ráspólum á árinu, svo hann var væntanlega að fara að hefja keppni í sjötta eða sjöunda sæti, það var eiginlega bara formsatriði og munurinn lá í því hvort Rosberg ætti góðan dag. Annað kom þó á daginn þegar tímatakan hófst var fljótlega ljóst að bilun var í bíl Hamilton. Rafkerfið virkaði ekki sem skyldi. Hamilton eyddi því allri fyrstu lotunni inn í bílskúr, án þess að setja tíma og féll því úr leik og myndi ræsa aftastur. Mörgum hefði nú þótt nóg um ófarir heimsmeistarans. Enn átti þó eftir að bæta í. Hann átti ágætis ræsingu og var því í miðri þvögunni inn í fyrstu beygju. Hann lenti svo í samstuði við Felipe Nasr á Sauber og framvængurinn á bíl Hamilton brotnaði af og lenti svo undir bílnum. Vængurinn olli þar skaða og Hamilton þurfti að fá nýjan og reyna að bjarga því sem bjargað varð. Hamilton ræsti af stað í 22. sæti en endaði sjöundi, sem miðað við allt er ágætt. Rosberg leiðir nú heimsmeistarakeppni ökumanna með 36 stiga forskot á næsta mann, sem er Hamilton.Ferrari menn verða að standa saman, ætli þeir að skáka Mercedes.Vísir/GettySífelld mistök Ferrari Ferrari liðið virðist eiga erfitt uppdráttar. Mistök eftir mistök, keppni eftir keppni. Í Ástralíu má ætla að mistök í keppnisáætlun Ferrari hafi kostað liðið pláss í baráttunni um að vinna keppnina. Bahrein var ekki mikið betri, Vettel komst af stað í upphitunarhring en síðan ekki söguna meir. Kimi Raikkonen liðsfélagi Vettel hjá Ferrari landaði reyndar öðru sæti í keppninni sem er eflaust ljós í myrkrinu. Í Kína lentu Ferrari mennirnir svo í samstuði í fyrstu beygju, eftir brösótt gengi í tímatökunni þar sem báðir ökumenn gerðust sekir um mistök sem kostuðu þá hellings tíma. Ferrari liðið hefur hraðann til að veita Mercedes keppni á brautinni í kappakstri. Tímatökurnar virðast í höndum Mercedes þessi misserin. Ferrari þarf hins vegar að eiga nánast mistakalausa helgi til að eiga möguleika á að skáka Mercedes, sem hefur enn smá svigrúm til mistaka.Rosberg var ósnertanlegur í Kína á sunnudaginn.Vísir/GettyVerður Rosberg heimsmeistari? Tölfræðin segir að í þau níu skipti sem ökumaður hefur byrjað tímabil á að vinna þrjár fyrstu keppnirnar, verður sá hinn sami heimsmeistari á því tímabili. Rosberg hefur einmitt unnið þrjár fyrstu keppnirnar og óskar þess væntanlega að hann verði ekki fyrstur til að brjóta regluna. Rosberg er á miklu flugi en það má ekki gleyma því að enn eru 18 keppnir eftir og það eru 25 stig fyrir sigur í hverri þeirra. Hamilton, Vettel, Raikkonen eða hvern annan sem vill og getur skortir því ekki möguleg stig til að skáka Rosberg. En núna er Rosberg með meðbyr og virðist nánast óstöðvandi. Það er því enn ómögulegt að spá fyrir um hvort Rosberg verði heimsmeistari, það eru nefninlega engin stig gefin fyrir það að vera með söguna með sér í liði.Kvyat vakti mikla athygli um helgina fyrir góðan og djarfan akstur sem sklaði honum verðlaunasæti.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Daniil Kvyat sýndi það út á hvað Formúla 1 gengur þegar hann straujaði fram úr Ferrari bílunum í fyrstu beygju um helgina. Fyrir það og viðhorf sitt til ásakana Vettel um glæfralegan framúrakstur hefur hann orðið þess heiðurs afnjótandi að verða tilnefndur ökumaður keppninnar, bæði hér í Bílskúrnum og í opinberri skoðannakönnun á samfélagsmiðlum.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég mun halda áfram að taka svona áhættur Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. apríl 2016 11:00 Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40 Rosberg sullaði í kampavíni í Kína | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt sem gerðist í þriðju Formúlukeppni ársins í Kína. 17. apríl 2016 12:56 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kvyat: Ég mun halda áfram að taka svona áhættur Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. apríl 2016 11:00
Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10
Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40
Rosberg sullaði í kampavíni í Kína | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt sem gerðist í þriðju Formúlukeppni ársins í Kína. 17. apríl 2016 12:56