Viðskipti erlent

Ársfjórðungurinn byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði í nótt um 3,5 prósent.
Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði í nótt um 3,5 prósent. Vísir/Getty
Ársfjórðungurinn byrjar illa á hlutabréfamörkuðum heimsins. Eftir að framleiðslutölur undir væntingum birtust í Japan lækkuðu hlutabréf í landinu og olíuverð, og sóttu fjárfestar í auknum mæli í gull og ríkisskuldabréf.

Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði í nótt um 3,5 prósent sem er mesta lækkun á einum degi frá því um miðjan febrúar. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf víða í Asíu. Í morgunviðskiptum í Evrópu höfðu hlutabréfavísitölur lækkað um eitt prósent.


Tengdar fréttir

Markaðir komnir í ró

Síðustu mánuði hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkað um rúmlega tíu prósent og markaðir í Asíu tekið við sér eftir miklar lægðir.

Markaðir erlendis að taka við sér á ný

Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×