Ráðagóða amman kíkti á Tinder Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:00 Sigríður Eyþórsdóttir hefur slegið í gegn í sjónvarpsauglýsingum frá Saga Film þar sem hún leikur ráðagóða ömmu. MYND/PJETUR Auglýsingar frá Saga Film sem sýndar hafa verið í sjónvarpi þar sem leikararnir Sigríður Eyþórsdóttir og Arnmundur Ernst Backman fara á kostum í spjalli hafa vakið mikla athygli. Sigríður segist hafa haft ótrúlega gaman að því að vinna við upptökurnar og ekki síður er hún ánægð með viðbrögðin. Sigríður á langan feril að baki í leiklist. Hún stýrir eigin leikklúbbi, Perlunni, sem hefur verið starfandi í meira en þrjá áratugi og hefur nóg að gera. Henni fannst spennandi að taka þátt í gerð auglýsinganna fyrir Saga-Film. „Ég var að vinna að auglýsingum með leikhópnum Perlunni þegar ég var beðin að taka þetta hlutverk að mér. Þetta var skemmtileg vinna í góðum hópi fólks. Við skemmtum okkur öll konunglega meðan á tökum stóð. Ég átti nú samt ekki von á þessum ótrúlegu miklu viðbrögðum. Ég er oft spurð af ókunnugum hvort ég sé ekki konan í sjónvarpinu,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það soldið fyndið.“ Sigríður bætir við að það hafi líka verið frábært að leika á móti Arnmundi Ernst Backman. Hann er sonur leikaranna Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar.Stýrði barnatíma Sigríður var lengi með barnatíma í útvarpinu og margir muna eftir henni frá þeim tíma. Þess utan var hún með hina ýmsu útvarpsþætti. Hún segir að þrátt fyrir tölvuöld hafi börn enn sama áhuga og áður á barnaefni og lestri góðra bóka. Það finni hún hjá barnabörnum sínum. „Ég passa stundum dótturdóttur mína og ég les sömu bækur fyrir hana og ég las fyrir börnin mín. Ég finn engan mun á áhuga hennar og þeirra. Það sama má segja um leiki,“ segir Sigríður. „Það þyrfti kannski að leika meira við börnin, þeim finnst það svo skemmtilegt. Nú eru börn svo mikið í burtu frá foreldrum.“ Sigríður á tvö þjóðþekkt börn, Eyþór Arnalds, tónlistarmann og pólitíkus, og Bergljótu Arnalds, leikkonu og rithöfund. „Ég byrjaði í leiklist áður en ég vissi hvað það var. Sem krakki lék ég mér með tölurnar hennar mömmu og bjó til heilan leikhúsheim úr þeim,“ segir Sigríður sem fór í leiklistarskóla og síðar í Kennaraháskólann. Sigríður var lengi sérkennari í Hagaskóla. „Eitt hlutverkið mitt í lífinu var að kenna fötluðum. Ég hef haft mörg hlutverk og lært mikið af þeim öllum.“Skoðaði Tinder„Ég hef ekki mikið verið í auglýsingum í gegnum tíðina. Var þó einu sinni í súpuauglýsingu frá Vilko,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt flókið að læra unglingaslangrið sem um er fjallað segist hún hafa flett orðunum upp. „Ég vissi að Tinder væri stefnumótasíða enda reyni ég að fylgjast með samfélagsmiðlum. Mér fannst þó betra að vera alveg viss svo ég tékkaði á henni. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur,“ segir Sigríður og hlær. „Maður verður að fara djúpt í hlutverkið,“ bætir hún við kímin. „Mér finnst auglýsingarnar góðar að því leyti að þær sýna að amma er alltaf ráðagóð. Nú er farið að sýna auglýsingar aftur og mér dauðbregður í hvert sinn sem nærmynd af mér birtist í tækinu,“ segir hún. „Ég hélt að sýningartímanum væri lokið.“Úr auglýsingunni frá Saga Film. Sigríður og Arnmundur í hlutverkum sínum. Saga Film er að þróa seríu þar sem þau tvö koma mögulega við sögu en þó ekki í þessum hlutverkum.Virk á netinu Sigríður er 75 ára en hvergi sest í helgan stein. Hún er nokkuð virk á netinu og er með Facebook-síðu. „Ég myndi sakna netsins ef ég hefði það ekki. Ég segi stundum að bækur opni fyrir manni heiminn en netið gerir það sannarlega líka. Ég er því ekkert hrædd við að börn séu á netinu svo framarlega sem einhver stjórn er á því. Mamma mín tók stundum af mér bækur ef ég lá of lengi fram eftir við lestur.“ Sigríður segir að það sé mikil listhneigð í sínum börnum. „Eyþór var snemma forvitinn krakki og fljótur að tileinka sér hluti. Hann byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu ellefu ára. Var í aðalhlutverki í Karlinum á þakinu. Seinna lék hann í leikritinu Hvar er hamarinn og síðan í nokkrum kvikmyndum. Svo tók tónlistin við hjá honum og stjórnmálin,“ segir Sigríður. „Bergljót hefur gefið út barnabækur og er að gefa út disk núna með eigin tónlist. Listin virðist því ganga í ættir.“Sigríður er ekkert að setjast í helgan stein. Hún hefur nóg að gera í leiklistinni og í sumar verður hún kirkjuvörður í Strandakirkju.Vísir/PJETURKirkjuvörður í StrandakirkjuSigríður ólst upp í Selvogi í næsta húsi við Strandarkirkju. „Ég dvel þar alltaf á sumrin og er kirkjuvörður. Ég hlakka til allt árið að fara í Selvog,“ segir Sigríður sem sýnir ferðamönnum kirkjuna þegar þeir banka upp á. „Það er svo fallegt á þessum stað og gott að vera þarna. Á veturna heldur hún utan um leikhópinn Perluna sem hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu og samanstendur af átta til tíu manns. „Núna erum við að æfa Spunakerlingarnar þrjár. Ég skrifaði handritið upp úr þjóðsögum á kjarnyrtri íslensku. Við vonumst til að geta frumsýnt í haust. Ég hef því marga þræði í höndunum og nóg að gera sem betur fer,“ segir Sigríður. „Ég er líka með í leikhóp sem heitir 50+ sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Maður kemur alltaf ríkari heim af fundi með þeim.“ En ert þú sama týpan og konan í sjónvarpinu, létt og kát? „Ég er frekar kát að eðlisfari. Húmorinn hefur oft hjálpað mér í lífinu. Maður verður að sjá þetta spaugsama í tilverunni,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Auglýsingar frá Saga Film sem sýndar hafa verið í sjónvarpi þar sem leikararnir Sigríður Eyþórsdóttir og Arnmundur Ernst Backman fara á kostum í spjalli hafa vakið mikla athygli. Sigríður segist hafa haft ótrúlega gaman að því að vinna við upptökurnar og ekki síður er hún ánægð með viðbrögðin. Sigríður á langan feril að baki í leiklist. Hún stýrir eigin leikklúbbi, Perlunni, sem hefur verið starfandi í meira en þrjá áratugi og hefur nóg að gera. Henni fannst spennandi að taka þátt í gerð auglýsinganna fyrir Saga-Film. „Ég var að vinna að auglýsingum með leikhópnum Perlunni þegar ég var beðin að taka þetta hlutverk að mér. Þetta var skemmtileg vinna í góðum hópi fólks. Við skemmtum okkur öll konunglega meðan á tökum stóð. Ég átti nú samt ekki von á þessum ótrúlegu miklu viðbrögðum. Ég er oft spurð af ókunnugum hvort ég sé ekki konan í sjónvarpinu,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það soldið fyndið.“ Sigríður bætir við að það hafi líka verið frábært að leika á móti Arnmundi Ernst Backman. Hann er sonur leikaranna Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar.Stýrði barnatíma Sigríður var lengi með barnatíma í útvarpinu og margir muna eftir henni frá þeim tíma. Þess utan var hún með hina ýmsu útvarpsþætti. Hún segir að þrátt fyrir tölvuöld hafi börn enn sama áhuga og áður á barnaefni og lestri góðra bóka. Það finni hún hjá barnabörnum sínum. „Ég passa stundum dótturdóttur mína og ég les sömu bækur fyrir hana og ég las fyrir börnin mín. Ég finn engan mun á áhuga hennar og þeirra. Það sama má segja um leiki,“ segir Sigríður. „Það þyrfti kannski að leika meira við börnin, þeim finnst það svo skemmtilegt. Nú eru börn svo mikið í burtu frá foreldrum.“ Sigríður á tvö þjóðþekkt börn, Eyþór Arnalds, tónlistarmann og pólitíkus, og Bergljótu Arnalds, leikkonu og rithöfund. „Ég byrjaði í leiklist áður en ég vissi hvað það var. Sem krakki lék ég mér með tölurnar hennar mömmu og bjó til heilan leikhúsheim úr þeim,“ segir Sigríður sem fór í leiklistarskóla og síðar í Kennaraháskólann. Sigríður var lengi sérkennari í Hagaskóla. „Eitt hlutverkið mitt í lífinu var að kenna fötluðum. Ég hef haft mörg hlutverk og lært mikið af þeim öllum.“Skoðaði Tinder„Ég hef ekki mikið verið í auglýsingum í gegnum tíðina. Var þó einu sinni í súpuauglýsingu frá Vilko,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt flókið að læra unglingaslangrið sem um er fjallað segist hún hafa flett orðunum upp. „Ég vissi að Tinder væri stefnumótasíða enda reyni ég að fylgjast með samfélagsmiðlum. Mér fannst þó betra að vera alveg viss svo ég tékkaði á henni. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur,“ segir Sigríður og hlær. „Maður verður að fara djúpt í hlutverkið,“ bætir hún við kímin. „Mér finnst auglýsingarnar góðar að því leyti að þær sýna að amma er alltaf ráðagóð. Nú er farið að sýna auglýsingar aftur og mér dauðbregður í hvert sinn sem nærmynd af mér birtist í tækinu,“ segir hún. „Ég hélt að sýningartímanum væri lokið.“Úr auglýsingunni frá Saga Film. Sigríður og Arnmundur í hlutverkum sínum. Saga Film er að þróa seríu þar sem þau tvö koma mögulega við sögu en þó ekki í þessum hlutverkum.Virk á netinu Sigríður er 75 ára en hvergi sest í helgan stein. Hún er nokkuð virk á netinu og er með Facebook-síðu. „Ég myndi sakna netsins ef ég hefði það ekki. Ég segi stundum að bækur opni fyrir manni heiminn en netið gerir það sannarlega líka. Ég er því ekkert hrædd við að börn séu á netinu svo framarlega sem einhver stjórn er á því. Mamma mín tók stundum af mér bækur ef ég lá of lengi fram eftir við lestur.“ Sigríður segir að það sé mikil listhneigð í sínum börnum. „Eyþór var snemma forvitinn krakki og fljótur að tileinka sér hluti. Hann byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu ellefu ára. Var í aðalhlutverki í Karlinum á þakinu. Seinna lék hann í leikritinu Hvar er hamarinn og síðan í nokkrum kvikmyndum. Svo tók tónlistin við hjá honum og stjórnmálin,“ segir Sigríður. „Bergljót hefur gefið út barnabækur og er að gefa út disk núna með eigin tónlist. Listin virðist því ganga í ættir.“Sigríður er ekkert að setjast í helgan stein. Hún hefur nóg að gera í leiklistinni og í sumar verður hún kirkjuvörður í Strandakirkju.Vísir/PJETURKirkjuvörður í StrandakirkjuSigríður ólst upp í Selvogi í næsta húsi við Strandarkirkju. „Ég dvel þar alltaf á sumrin og er kirkjuvörður. Ég hlakka til allt árið að fara í Selvog,“ segir Sigríður sem sýnir ferðamönnum kirkjuna þegar þeir banka upp á. „Það er svo fallegt á þessum stað og gott að vera þarna. Á veturna heldur hún utan um leikhópinn Perluna sem hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu og samanstendur af átta til tíu manns. „Núna erum við að æfa Spunakerlingarnar þrjár. Ég skrifaði handritið upp úr þjóðsögum á kjarnyrtri íslensku. Við vonumst til að geta frumsýnt í haust. Ég hef því marga þræði í höndunum og nóg að gera sem betur fer,“ segir Sigríður. „Ég er líka með í leikhóp sem heitir 50+ sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Maður kemur alltaf ríkari heim af fundi með þeim.“ En ert þú sama týpan og konan í sjónvarpinu, létt og kát? „Ég er frekar kát að eðlisfari. Húmorinn hefur oft hjálpað mér í lífinu. Maður verður að sjá þetta spaugsama í tilverunni,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira