Lífið

Fylgstu með ævintýrum Hafþórs á Instagram Schwarzenegger

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kraftajötuninn íslenski er búinn að taka yfir Instagram-reikning Arnold Schwarzenegger.
Kraftajötuninn íslenski er búinn að taka yfir Instagram-reikning Arnold Schwarzenegger. Mynd/Instagram
Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson braut í dag blað í sögu samfélagsmiðla með því að verða fyrsti maðurinn til þess að taka yfir Instagram-reikning Arnold Schwarzenegger.

Þeir félagarnir eru staddir í Brasilíu þar sem Arnold Strongman Pro kraftakeppnin fer nú fram.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arnold og Hafþór bregða á leik saman en þeir hafa áður hist í tengslum við Arnold Classic, líkamsræktarmót leikarans fræga.

Það er því nóg að gera hjá Hafþóri Júlíusi en hann er stjarna nýrrar herferðar Heavy Bubbles auk þess sem að hann leikur í sjöttu seríu hinna geysivinsælu þátta Game of Thrones sem hefst í lok apríl.

Líkt og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er mikið stuð hjá þeim félögum Schwarzenegger og Hafþóri. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.