Rosberg: Ræsingin var lykillinn að þessu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. apríl 2016 00:00 Nico Rosberg fagnaði gríðarlega enda búinn að vinna fimm keppnir í röð. Vísir/Getty Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína 16. keppni á ferlinum í dag, sína fimmtu í röð og aðra í röð á tímabilinu. Hann leiddi örugglega eftir slaka ræsingu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton. Rosberg er núna 17 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það hefur enginn annar unnið Formúlu 1 keppni, síðan í Austin Texas í fyrra þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn. „[Valtteri] Bottas var um að kenna, hann bremsaði allt of seint og lenti á miðjum bíl Hamiltons sem gat ekkert gert,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins um árekstur Hamilton og Bottas í fyrstu beygju. „Ræsingin var lykillinn að þessu. Það var frábært að ná öðrum sigri. Við náðum að stjórna keppninni,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Ég átti slaka ræsingu, við vorum þó fljótlega rétt á eftir Nico. Það var lítið sem ég gat gert eftir það. Það er leiðinlegt að hinn bíllinn hafi ekki náð að klára en þetta er eins gott og við gátum í dag,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Báðar ræsingarnar voru slæmar, bæði hér og í Ástralíu. Þær eru þó ekki tengdar. Bíllinn var skaddaður og ég gat því ekki haldið í við Kimi,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.Stoffel Vandoorne kom inn til að aka bíl Fernando Alonso og stóð sig mjög vel. Hann náði í stig fyrir McLaren liðið með frábærum akstri.Vísir/Getty„Ég reyndi að njóta helgarinnar frá upphafi til enda. Ég vissi að ég gæti þetta, ég vildi bara passa að gera engin mistök og það tókst. Keppnin var skemmtileg og fyrsti hringurinn var svakalegur. Bíllinn var góður í dag. Það voru kannski smá tækifæri til að ná í fleiri stig en það kemur með meiri reynslu,“ sagði Stoffel Vandoorne sem varð 10. á McLaren bílnum í fjarrveru Fernando Alonso. „Ræsingin var áhugaverð, ég kom ekki hratt inn í fyrstu beygju. Framvængurinn varð fyrir tjóni í fyrstu beygjunni og ég var hræddur um að ég þyrfti að koma inn til að skipta um væng en við létum þetta sleppa,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ræsingin virkaði ekki fullkomlega fyrir Kimi [Raikkonen]. Hann sagðist ekki hafa náð fullkominni ræsingu,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Það er margt sem við getum bætt, við verðum að halda fótunum á jörðinni en þessi keppni var klikkuð. Það var ótrúlegt að berjast við Williams, Red Bull og Toro Rosso. Keppnisáætlunin virkaði vel. Ég er mjög ánægður með bílinn og hann hentar mér og ég treysti honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð fimmti á Haas bílnum. Grosjean sagði að liðið væri að upplifa ameríska drauminn. „Við vorum að reyna að hanga lengur á dekkjunum en aðrir þannig að þetta leit ekki fallega út í byrjun. Þetta var góð endurheimt frá því í gær,“ sagði Daniil Kvyat sem ræsti 15. á Red Bull bílnum en endaði í sjöunda sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína 16. keppni á ferlinum í dag, sína fimmtu í röð og aðra í röð á tímabilinu. Hann leiddi örugglega eftir slaka ræsingu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton. Rosberg er núna 17 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það hefur enginn annar unnið Formúlu 1 keppni, síðan í Austin Texas í fyrra þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn. „[Valtteri] Bottas var um að kenna, hann bremsaði allt of seint og lenti á miðjum bíl Hamiltons sem gat ekkert gert,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins um árekstur Hamilton og Bottas í fyrstu beygju. „Ræsingin var lykillinn að þessu. Það var frábært að ná öðrum sigri. Við náðum að stjórna keppninni,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Ég átti slaka ræsingu, við vorum þó fljótlega rétt á eftir Nico. Það var lítið sem ég gat gert eftir það. Það er leiðinlegt að hinn bíllinn hafi ekki náð að klára en þetta er eins gott og við gátum í dag,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Báðar ræsingarnar voru slæmar, bæði hér og í Ástralíu. Þær eru þó ekki tengdar. Bíllinn var skaddaður og ég gat því ekki haldið í við Kimi,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.Stoffel Vandoorne kom inn til að aka bíl Fernando Alonso og stóð sig mjög vel. Hann náði í stig fyrir McLaren liðið með frábærum akstri.Vísir/Getty„Ég reyndi að njóta helgarinnar frá upphafi til enda. Ég vissi að ég gæti þetta, ég vildi bara passa að gera engin mistök og það tókst. Keppnin var skemmtileg og fyrsti hringurinn var svakalegur. Bíllinn var góður í dag. Það voru kannski smá tækifæri til að ná í fleiri stig en það kemur með meiri reynslu,“ sagði Stoffel Vandoorne sem varð 10. á McLaren bílnum í fjarrveru Fernando Alonso. „Ræsingin var áhugaverð, ég kom ekki hratt inn í fyrstu beygju. Framvængurinn varð fyrir tjóni í fyrstu beygjunni og ég var hræddur um að ég þyrfti að koma inn til að skipta um væng en við létum þetta sleppa,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ræsingin virkaði ekki fullkomlega fyrir Kimi [Raikkonen]. Hann sagðist ekki hafa náð fullkominni ræsingu,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Það er margt sem við getum bætt, við verðum að halda fótunum á jörðinni en þessi keppni var klikkuð. Það var ótrúlegt að berjast við Williams, Red Bull og Toro Rosso. Keppnisáætlunin virkaði vel. Ég er mjög ánægður með bílinn og hann hentar mér og ég treysti honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð fimmti á Haas bílnum. Grosjean sagði að liðið væri að upplifa ameríska drauminn. „Við vorum að reyna að hanga lengur á dekkjunum en aðrir þannig að þetta leit ekki fallega út í byrjun. Þetta var góð endurheimt frá því í gær,“ sagði Daniil Kvyat sem ræsti 15. á Red Bull bílnum en endaði í sjöunda sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43
Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47
Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30
Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23
Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00