Í öðru sæti voru Símon og Halla og í þriðja sæti var krúttsprengjan Sindri sem syngur alltaf beint frá hjartanu.
Áður en tilkynnt var um efstu þrjú sætin spurði kynnirinn Emmsjé Gauti dómarana hvernig þeim liði og spennan var áþreifanleg. „Ég er bara með hjartslátt af stressi,“ sagði Marta María.
Jóhanna Ruth flutti lagið Simply The Best með Tinu Turner í úrslitum og tryggði flutningurinn henni sigur.