Tesla Model 3 með 15 tommu LG skjái Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 09:36 Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent