Takk fyrir ekkert, SDG Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Fjölmiðlar um heim allan fjalla nú um Ísland. Sigmundur má eiga það að honum hefur tekist að koma okkur Íslendingum allrækilega á kortið. Rétt eins og Eyjafjallajökull forðum. Áhugi útlendinga á Íslandi kitlar oft egóið og blæs glæðum í gleymt þjóðarstolt en núna er þetta ekkert gleðiefni. Ein fréttanna kemur sérlega illa við mig persónulega. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hyggst flytjast búferlum til New York borgar í haust og leggja þar stund á alþjóðasamskipti. Þangað til allt sprakk í gær hlakkaði ég bara reglulega til; kynnast nýju fólki og pæla í samskiptum þjóða á milli. En nú er þessi tilhlökkun blendin. Vægast sagt. Því að sænskir rannsóknarblaðamenn hafa afhjúpað það að við Íslendingar kusum eitt sinn að kalla Sigmund Davíð einn kynþokkafyllsta mann landsins. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað þetta getur haft í för með sér. Hvernig eiga íslenskar konur að geta haldið sjó í þeirri róstusömu laug sem stefnumótamarkaðurinn vestanhafs er þegar fjölmiðlar halda því fram fullum fetum að okkur þyki kynþokkinn leka af hæstvirtum forsætisráðherra? Ég neyðist til þess að halda þjóðerni mínu leyndu ef skólagangan á að verða ánægjuleg, nema, er það yfirhöfuð hægt í námi sem snýr að samspili þjóða á milli? Úff. Ég sé fyrir mér að þurfa að berja af mér haug af lúðum þegar í ljós kemur að ég tilheyri þjóðinni sem kaus Sigmund Davíð: Í kynþokka?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fjölmiðlar um heim allan fjalla nú um Ísland. Sigmundur má eiga það að honum hefur tekist að koma okkur Íslendingum allrækilega á kortið. Rétt eins og Eyjafjallajökull forðum. Áhugi útlendinga á Íslandi kitlar oft egóið og blæs glæðum í gleymt þjóðarstolt en núna er þetta ekkert gleðiefni. Ein fréttanna kemur sérlega illa við mig persónulega. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hyggst flytjast búferlum til New York borgar í haust og leggja þar stund á alþjóðasamskipti. Þangað til allt sprakk í gær hlakkaði ég bara reglulega til; kynnast nýju fólki og pæla í samskiptum þjóða á milli. En nú er þessi tilhlökkun blendin. Vægast sagt. Því að sænskir rannsóknarblaðamenn hafa afhjúpað það að við Íslendingar kusum eitt sinn að kalla Sigmund Davíð einn kynþokkafyllsta mann landsins. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað þetta getur haft í för með sér. Hvernig eiga íslenskar konur að geta haldið sjó í þeirri róstusömu laug sem stefnumótamarkaðurinn vestanhafs er þegar fjölmiðlar halda því fram fullum fetum að okkur þyki kynþokkinn leka af hæstvirtum forsætisráðherra? Ég neyðist til þess að halda þjóðerni mínu leyndu ef skólagangan á að verða ánægjuleg, nema, er það yfirhöfuð hægt í námi sem snýr að samspili þjóða á milli? Úff. Ég sé fyrir mér að þurfa að berja af mér haug af lúðum þegar í ljós kemur að ég tilheyri þjóðinni sem kaus Sigmund Davíð: Í kynþokka?!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun