Vorboðar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 6. apríl 2016 07:00 Ég segi gjarnan við fermingarbörnin mín að þau séu vorboðinn ljúfi því þegar dagurinn þeirra rennur upp er náttúran að vakna úr vetrardvalanum. Þegar fermingarbörnin ganga inn gólfið í hvítu kirtlunum í kirkjum landsins eða standa prúðbúin á sviðinu í Háskólabíói við borgaralega fermingu þá veit ég að ástvinir finna brjóst sitt fyllast af lífsfögnuði sem er sambland af ást og þakklæti. Ég minni fermingarbörnin mín alltaf á það að þegar þau litu dagsins ljós hafi ný von fæðst inn í veröldina og þau séu framtíðarfólkið sem eigi eftir að breyta heiminum, ekki síst ef þau vinni vel með öðru fólki sem langi að láta gott af sér leiða. Það er mikilvægt að koma því til unglinganna okkar að hvert mannsbarn á tilkall til mannréttinda og öll höfum við líka hlutverk og skyldur sem felast í því að horfa út fyrir okkur sjálf og reynast öðrum vel. Í lok hverrar kirkjulegrar fermingar er fullorðna fólkið hvatt til þess að „forðast að hneyksla [ungmennin], hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt en ástunda með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi.“ Íslenskt þjóðfélag stendur nú eina ferðina frammi fyrir prófi þar sem sterkar tilfinningar og þjóðfélagsöfl takast á. Hvernig væri að horfa á málefnin í gegnum augu fermingarbarna vorsins og láta þau vera dómara okkar? Að við leitumst við að ganga í gegnum þennan átakatíma horfandi til framtíðar með þeim. Ef við viljum arfleiða þau að samfélagi þar sem ríkir virðing og samábyrgð verðum við sjálf að vera ábyrg og virðingarverð. Það er okkar stóra áskorun núna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Ég segi gjarnan við fermingarbörnin mín að þau séu vorboðinn ljúfi því þegar dagurinn þeirra rennur upp er náttúran að vakna úr vetrardvalanum. Þegar fermingarbörnin ganga inn gólfið í hvítu kirtlunum í kirkjum landsins eða standa prúðbúin á sviðinu í Háskólabíói við borgaralega fermingu þá veit ég að ástvinir finna brjóst sitt fyllast af lífsfögnuði sem er sambland af ást og þakklæti. Ég minni fermingarbörnin mín alltaf á það að þegar þau litu dagsins ljós hafi ný von fæðst inn í veröldina og þau séu framtíðarfólkið sem eigi eftir að breyta heiminum, ekki síst ef þau vinni vel með öðru fólki sem langi að láta gott af sér leiða. Það er mikilvægt að koma því til unglinganna okkar að hvert mannsbarn á tilkall til mannréttinda og öll höfum við líka hlutverk og skyldur sem felast í því að horfa út fyrir okkur sjálf og reynast öðrum vel. Í lok hverrar kirkjulegrar fermingar er fullorðna fólkið hvatt til þess að „forðast að hneyksla [ungmennin], hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt en ástunda með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi.“ Íslenskt þjóðfélag stendur nú eina ferðina frammi fyrir prófi þar sem sterkar tilfinningar og þjóðfélagsöfl takast á. Hvernig væri að horfa á málefnin í gegnum augu fermingarbarna vorsins og láta þau vera dómara okkar? Að við leitumst við að ganga í gegnum þennan átakatíma horfandi til framtíðar með þeim. Ef við viljum arfleiða þau að samfélagi þar sem ríkir virðing og samábyrgð verðum við sjálf að vera ábyrg og virðingarverð. Það er okkar stóra áskorun núna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun