Þegar böðull missti vinnuna Magnús Guðmundsson skrifar 6. apríl 2016 11:30 Úr verkinu Hangman sem verður sýnt í bíóleikhúsi í Bíói Paradís. Bíó Paradís hefur á liðnum árum skapað sér mikla sérstöðu á meðal íslenskra kvikmyndahúsa enda áherslan á listrænar kvikmyndir víða að úr veröldinni. Þá hefur Bíó Paradís einnig verið með beinar útsendingar frá stórum uppfærslum á óperum og leikhúsi við þekktustu hús veraldar ásamt fleiri viðburðum en nú bætist við enn ein spennandi nýjungin. Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri í Bíói Paradís og hún segir að þessi nýjung felist á sérstökum bíóupptökum á leiksýningum The National Theatre í London. „Þetta er mjög spennandi en breska þjóðleikhúsið byrjaði á þessum upptökum árið 2009. Síðan þá hafa tuttugu slíkar upptökur verið gefnar út fyrir bíó. Þetta er nýtt form þar sem fólk er að fara í leikhúsið í bíó og það eru um 1.100 kvikmyndahús víða um heiminn að sýna þessar uppfærslur. Þetta er mjög skemmtilegt og þú ert í rauninni á fremsta bekk. Það eru margar myndavélar en það er ekki eins og þú sért í bíói, það er t.d. ekki súmmað inn ef einhver grætur eða eitthvað slíkt. En hins vegar er verið að leika sér með sjónarhornið og þó að þú sért í bíói færðu ákveðna leikhúsupplifun og í raun alveg ótrúlega mikla.“ Sýningin sem verður í Bíói Paradís dagana 9. til 17. apríl er á verkinu Hangman eftir Martin McDonagh sem er m.a. þekktur fyrir handritið að kvikmyndinni In Bruges. „Þessi sýning vakti fyrst mikla athygli vegna þess að Martin McDonagh fór í fjölmiðla og lýsti því yfir að leikhúsið væri ömurlegasti miðillinn til þess að segja sögu og það óneitanlega stuðaði fólk ansi hressilega. en svo fóru fimm stjörnu dómarnir að hrúgast inn hver á fætur öðrum og þetta sló alveg gríðarlega í gegn. Það er kannski ekki að furða enda er þetta frábær uppfærsla á nýju verki eftir einn allra besta handritshöfund okkar tíma. Sagan gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um böðul eftir að það er búið að banna aftökur á Bretlandi og hann er þar með væntanlega að missa vinnuna. Ég vil þó ekki vera að segja of mikið um söguþráðinn. Með þessari sýningu er aðgengið að breska þjóðleikhúsinu að aukast og það sem meira er, þá er bíómenningin að breytast og verða meira alls konar. Bíó Paradís er þannig bíó að það er ekki síður menningarhús þar sem alls konar listgreinar finna sér farveg. Það er mikilvægt að muna að þetta er alls ekki sjónvarpsleikrit heldur bíóleikhús og það tekur allt mið af því. Þess vegna er líka málið að koma í bíó til þess að fá þessa upplifun beint í æð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bíó Paradís hefur á liðnum árum skapað sér mikla sérstöðu á meðal íslenskra kvikmyndahúsa enda áherslan á listrænar kvikmyndir víða að úr veröldinni. Þá hefur Bíó Paradís einnig verið með beinar útsendingar frá stórum uppfærslum á óperum og leikhúsi við þekktustu hús veraldar ásamt fleiri viðburðum en nú bætist við enn ein spennandi nýjungin. Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri í Bíói Paradís og hún segir að þessi nýjung felist á sérstökum bíóupptökum á leiksýningum The National Theatre í London. „Þetta er mjög spennandi en breska þjóðleikhúsið byrjaði á þessum upptökum árið 2009. Síðan þá hafa tuttugu slíkar upptökur verið gefnar út fyrir bíó. Þetta er nýtt form þar sem fólk er að fara í leikhúsið í bíó og það eru um 1.100 kvikmyndahús víða um heiminn að sýna þessar uppfærslur. Þetta er mjög skemmtilegt og þú ert í rauninni á fremsta bekk. Það eru margar myndavélar en það er ekki eins og þú sért í bíói, það er t.d. ekki súmmað inn ef einhver grætur eða eitthvað slíkt. En hins vegar er verið að leika sér með sjónarhornið og þó að þú sért í bíói færðu ákveðna leikhúsupplifun og í raun alveg ótrúlega mikla.“ Sýningin sem verður í Bíói Paradís dagana 9. til 17. apríl er á verkinu Hangman eftir Martin McDonagh sem er m.a. þekktur fyrir handritið að kvikmyndinni In Bruges. „Þessi sýning vakti fyrst mikla athygli vegna þess að Martin McDonagh fór í fjölmiðla og lýsti því yfir að leikhúsið væri ömurlegasti miðillinn til þess að segja sögu og það óneitanlega stuðaði fólk ansi hressilega. en svo fóru fimm stjörnu dómarnir að hrúgast inn hver á fætur öðrum og þetta sló alveg gríðarlega í gegn. Það er kannski ekki að furða enda er þetta frábær uppfærsla á nýju verki eftir einn allra besta handritshöfund okkar tíma. Sagan gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um böðul eftir að það er búið að banna aftökur á Bretlandi og hann er þar með væntanlega að missa vinnuna. Ég vil þó ekki vera að segja of mikið um söguþráðinn. Með þessari sýningu er aðgengið að breska þjóðleikhúsinu að aukast og það sem meira er, þá er bíómenningin að breytast og verða meira alls konar. Bíó Paradís er þannig bíó að það er ekki síður menningarhús þar sem alls konar listgreinar finna sér farveg. Það er mikilvægt að muna að þetta er alls ekki sjónvarpsleikrit heldur bíóleikhús og það tekur allt mið af því. Þess vegna er líka málið að koma í bíó til þess að fá þessa upplifun beint í æð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira