Hreinsitækni fær tvo nýja götusópa Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:19 Björn afhendir Lárusi sópana tvo. hreinsitækni Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent
Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent