Mortal Kombat pússaður í bak og fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2016 15:00 Ýmsir nýir karakterar, og gamlir, líta dagsins ljós í MKXL. Mortal Kombat X bauð eigendum að eyða töluvert af peningum í að kaupa aukahluti. Fleiri karaktera, öðruvísi útlit fyrir karaktera og fleira. Endurútgáfa, þar sem allt væri innifalið, var nánast óhjákvæmilegt. Sú útgáfa var gefin út í mars, um ári frá útgáfu MKX, og veldur hún ekki vonbrigðum. Búið er að bæta við svokölluð X-Rays árásum og fatalities.Mortal Kombat XL inniheldur alla þá plástra og uppfærslur sem MKX fékk á þessu ári auk fjölda nýrra karaktera. Þar á meðal eru Alien, Predator, Leatherface, Tanya, Goro og Tri-Borg. Þrátt fyrir að það geti verið furðulegt að spila sem Alien í Mortal Kombat leik, þá er það gaman. Þá er ekki hægt að segja að MK leikirnir séu ekki allir stór furðulegir hvort sem er.Sjá einnig: Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Vert er að vara viðkvæma við myndskeiðinni hér að neðan. Það var fyrst birt þegar útgáfa MKXL var tilkynnt.Auk þess hefur ekki mikið breyst varðandi spilun leiksins. Hann er bara fínpússaður og bónaður. Það er jafnvel búið að setja á hann spoiler og flækjur. Það má efast um að þeir sem þegar hafi keypt sér MKX muni vilja punga út fyrir leiknum aftur, en ef til vill voru einhverjir sem sáu þetta fyrir og hafa beðið. Enn sem áður er Mortal Kombat þó umfram allt hin fínasta skemmtun. Sérstaklega þegar verið er að lumbra á vinum á góðu kvöldi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Mortal Kombat X bauð eigendum að eyða töluvert af peningum í að kaupa aukahluti. Fleiri karaktera, öðruvísi útlit fyrir karaktera og fleira. Endurútgáfa, þar sem allt væri innifalið, var nánast óhjákvæmilegt. Sú útgáfa var gefin út í mars, um ári frá útgáfu MKX, og veldur hún ekki vonbrigðum. Búið er að bæta við svokölluð X-Rays árásum og fatalities.Mortal Kombat XL inniheldur alla þá plástra og uppfærslur sem MKX fékk á þessu ári auk fjölda nýrra karaktera. Þar á meðal eru Alien, Predator, Leatherface, Tanya, Goro og Tri-Borg. Þrátt fyrir að það geti verið furðulegt að spila sem Alien í Mortal Kombat leik, þá er það gaman. Þá er ekki hægt að segja að MK leikirnir séu ekki allir stór furðulegir hvort sem er.Sjá einnig: Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Vert er að vara viðkvæma við myndskeiðinni hér að neðan. Það var fyrst birt þegar útgáfa MKXL var tilkynnt.Auk þess hefur ekki mikið breyst varðandi spilun leiksins. Hann er bara fínpússaður og bónaður. Það er jafnvel búið að setja á hann spoiler og flækjur. Það má efast um að þeir sem þegar hafi keypt sér MKX muni vilja punga út fyrir leiknum aftur, en ef til vill voru einhverjir sem sáu þetta fyrir og hafa beðið. Enn sem áður er Mortal Kombat þó umfram allt hin fínasta skemmtun. Sérstaklega þegar verið er að lumbra á vinum á góðu kvöldi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira