Afi kemur í heimsókn Óttar Guðmundsson skrifar 9. apríl 2016 07:00 Ég er 32. í röð afkomenda Egils Skallagrímssonar í beinan legg. Fyrir nokkrum árum gaf ég út bókina Hetjur og hugarvíl um geðveiki í Íslendingasögum. Ég gerði hlut Egils sem stærstan enda er hann með langflestar geðgreiningar allra í sögunum (drykkjusýki, geðhvörf, mótþróafrekjuröskun, þráhyggja, siðblinda o.fl.). Einhverju sinni var ég spurður í sjónvarpsviðtali hvar Egill væri staddur í nútímanum hefði hann lifað. Ég sagði að hann væri sennilega gildur Framsóknarbóndi í sveit á kafi í sjálfhverfri eiginhagsmunagæslu. Hann hefði í lifanda lífi stundað alls kyns fjármálabrask og m.a. komið peningunum sínum undan í öruggt skattaskjól að Mosfelli. Þessi orð fóru illa í marga. Þekkt Framsóknarkona hringdi og átaldi mig fyrir að láta að því liggja að fjármálaspilling þrifist kringum Framsóknarflokkinn. Allir vissu að svo væri ekki. Afkomendur Egils höfðu líka samband og voru mér reiðir fyrir að orða kallinn við Framsókn. Hann hefði verið maður hins frjálsa framtaks bæði í drápum og fjármálavafstri svo að hann hefði örugglega verið í Sjálfstæðisflokknum. Á dögunum dreymdi mig Egil afa minn. Hann stóð yfir mér þungbrýnn og reiður á svip og fór með þessa vísu: Seint mun kvinnan Sigmundar segja allt af létta, farinn er ég úr Framsóknar- flokknum eftir þetta. Hann gekk snúðugt að dyrunum og sagði: „Nú er ég genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er nefnilega allt annað að eiga fé í skattaskjóli að Mosfelli en á Tortólaeyjum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun
Ég er 32. í röð afkomenda Egils Skallagrímssonar í beinan legg. Fyrir nokkrum árum gaf ég út bókina Hetjur og hugarvíl um geðveiki í Íslendingasögum. Ég gerði hlut Egils sem stærstan enda er hann með langflestar geðgreiningar allra í sögunum (drykkjusýki, geðhvörf, mótþróafrekjuröskun, þráhyggja, siðblinda o.fl.). Einhverju sinni var ég spurður í sjónvarpsviðtali hvar Egill væri staddur í nútímanum hefði hann lifað. Ég sagði að hann væri sennilega gildur Framsóknarbóndi í sveit á kafi í sjálfhverfri eiginhagsmunagæslu. Hann hefði í lifanda lífi stundað alls kyns fjármálabrask og m.a. komið peningunum sínum undan í öruggt skattaskjól að Mosfelli. Þessi orð fóru illa í marga. Þekkt Framsóknarkona hringdi og átaldi mig fyrir að láta að því liggja að fjármálaspilling þrifist kringum Framsóknarflokkinn. Allir vissu að svo væri ekki. Afkomendur Egils höfðu líka samband og voru mér reiðir fyrir að orða kallinn við Framsókn. Hann hefði verið maður hins frjálsa framtaks bæði í drápum og fjármálavafstri svo að hann hefði örugglega verið í Sjálfstæðisflokknum. Á dögunum dreymdi mig Egil afa minn. Hann stóð yfir mér þungbrýnn og reiður á svip og fór með þessa vísu: Seint mun kvinnan Sigmundar segja allt af létta, farinn er ég úr Framsóknar- flokknum eftir þetta. Hann gekk snúðugt að dyrunum og sagði: „Nú er ég genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er nefnilega allt annað að eiga fé í skattaskjóli að Mosfelli en á Tortólaeyjum.“
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun