Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Birgir Örn Steinarsson skrifar 31. mars 2016 14:07 Aníta Briem er mætt aftur til starfa í Hollywood. Vísir Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki. Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00