Myndband við ballöðuna Kiss it Better er komið út.Mynd/Skjáskot
Tónlistarkonan Rihanna hefur gefið út myndband við lagið Kiss it Better sem er önnur smáskífan af nýrri plötu hennar, ANTI, á eftir ofursmellinum Work.
Lagið er ansi Prince-leg ballaða og fær að njóta sín í einföldu myndbandi við lagið þar sem Rihanna er ein á ferð, í svarthvítu.