Lauda: Þetta er það sem við viljum sjá, hörð keppni! Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2016 07:39 Nico Rosberg var sáttur með sitt í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann sína fjórðu keppni í röð. Hann hefur nú unnið 15 keppnir á ferlinum. Keppnin var gríðarlega spennandi þótt úrslitin hljómi kunnuleg. Hver sagði hvað eftir keppnina. „Það er frábær tilfinning að standa hérna í dag eftir erfiða baráttu við Ferrari. Liðið stóð sig mjög vel,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Það var gaman í dag að koma frá sjöunda sæti í það annað. Það var gaman að sjá liðið vinna svona vel um helgina,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. „Þetta var skemmtilegt, ég hefði auðvitað viljað enda ofar. Þessi ræsing var góð og minnti mig á ungverska kapaksturinn í fyrra þar sem ég náði að taka fram úr báðum Mercedes bílum í fyrstu beygju,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum að reyna að vera grimmir í keppnisáætlunum okkar eftir rauða flaggið en það skilaði ekki nægu. Við vorum í góðri stöðu fyrir rauða flaggið,“ sagði Maurizio Arrivabene keppnisstjóri Ferrari. „Þetta er það sem við viljum sjá, hörð keppni! Ferrari var óþægilega nálægt í dag. Úrslitin segja ekki alla söguna, baráttan var hörð í dag,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Bíll Fernando Alonso eftir áreksturinn.Vísir/Getty„Þetta var frábær niðurstaða. Við náðum í stig, stöðvuðum keppnina og kláruðum keppnina,“ sagði Gene Haas, eigandi Haas liðsins. Haas er fyrsta nýja liðið í Formúlu 1 sem nær í stig í sinni fyrstu keppni síðan Toyota kom inn 2002. „Við misstum afl, vélin var í gangi en ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði Kimi Raikkonen. Ferrari bíll logaði aðeins á þjónustusvæðinu. „Við vorum í góðu formi í dag, ég sá í smástund von um verðlaunapall sem hefði verið skemmtilegt. Við tókum fram úr hraðari bílum í dag. Við höfum fundið afl í vélinni,“ sagði heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull. „Það er ótrúlegt að Fernando [Alonso] hafi geta gengið frá þessu óhappi. Það er frábært að sjá hversu öruggir bílarnir eru. Við völdum tvisvar vitlausa taktík. Það var mjög erfitt að taka fram úr í dag,“ sagði Jenson Button á McLaren. „Pínu svekkjandi að enda ellefti, ég hefði viljað ná í stig. Það voru mörg jákvæð merki á lofti,“ sagði Jolyon Palmer sem átti góða frumraun í Formúlu 1 í Renault bílnum. „Ég hef það ágætt, þetta var skuggalegur árekstur. Ég er mjög hamingjusamur að standa hérna á lífi og þakklátur FIA fyrir öryggi bílanna. Því miður höfum við tapað bílnum, mögulegum stigum og líklega vélinni,“ sagði Fernando Alonso, sem vildi ekki kenna neinum um áreksturinn. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg vann í Ástralíu Nico Rosberg kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1 keppni ársins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, ríkjandi heimsmeistari Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. mars 2016 06:49 Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann sína fjórðu keppni í röð. Hann hefur nú unnið 15 keppnir á ferlinum. Keppnin var gríðarlega spennandi þótt úrslitin hljómi kunnuleg. Hver sagði hvað eftir keppnina. „Það er frábær tilfinning að standa hérna í dag eftir erfiða baráttu við Ferrari. Liðið stóð sig mjög vel,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Það var gaman í dag að koma frá sjöunda sæti í það annað. Það var gaman að sjá liðið vinna svona vel um helgina,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. „Þetta var skemmtilegt, ég hefði auðvitað viljað enda ofar. Þessi ræsing var góð og minnti mig á ungverska kapaksturinn í fyrra þar sem ég náði að taka fram úr báðum Mercedes bílum í fyrstu beygju,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum að reyna að vera grimmir í keppnisáætlunum okkar eftir rauða flaggið en það skilaði ekki nægu. Við vorum í góðri stöðu fyrir rauða flaggið,“ sagði Maurizio Arrivabene keppnisstjóri Ferrari. „Þetta er það sem við viljum sjá, hörð keppni! Ferrari var óþægilega nálægt í dag. Úrslitin segja ekki alla söguna, baráttan var hörð í dag,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Bíll Fernando Alonso eftir áreksturinn.Vísir/Getty„Þetta var frábær niðurstaða. Við náðum í stig, stöðvuðum keppnina og kláruðum keppnina,“ sagði Gene Haas, eigandi Haas liðsins. Haas er fyrsta nýja liðið í Formúlu 1 sem nær í stig í sinni fyrstu keppni síðan Toyota kom inn 2002. „Við misstum afl, vélin var í gangi en ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði Kimi Raikkonen. Ferrari bíll logaði aðeins á þjónustusvæðinu. „Við vorum í góðu formi í dag, ég sá í smástund von um verðlaunapall sem hefði verið skemmtilegt. Við tókum fram úr hraðari bílum í dag. Við höfum fundið afl í vélinni,“ sagði heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull. „Það er ótrúlegt að Fernando [Alonso] hafi geta gengið frá þessu óhappi. Það er frábært að sjá hversu öruggir bílarnir eru. Við völdum tvisvar vitlausa taktík. Það var mjög erfitt að taka fram úr í dag,“ sagði Jenson Button á McLaren. „Pínu svekkjandi að enda ellefti, ég hefði viljað ná í stig. Það voru mörg jákvæð merki á lofti,“ sagði Jolyon Palmer sem átti góða frumraun í Formúlu 1 í Renault bílnum. „Ég hef það ágætt, þetta var skuggalegur árekstur. Ég er mjög hamingjusamur að standa hérna á lífi og þakklátur FIA fyrir öryggi bílanna. Því miður höfum við tapað bílnum, mögulegum stigum og líklega vélinni,“ sagði Fernando Alonso, sem vildi ekki kenna neinum um áreksturinn.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg vann í Ástralíu Nico Rosberg kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1 keppni ársins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, ríkjandi heimsmeistari Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. mars 2016 06:49 Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg vann í Ástralíu Nico Rosberg kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1 keppni ársins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, ríkjandi heimsmeistari Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. mars 2016 06:49
Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40
Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02
Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00