Jóhannesarpassía Chilcotts frumflutt í kvöld á Íslandi 22. mars 2016 10:45 Í kór Akraneskirkju eru um 50 manns. Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti kirkjunnar, verður í hlutverki stjórnanda í kvöld. „Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira