Í yfirlýsingu frá ISIS kemur fram að byssumenn á vegum hryðjuverkasamtakanna hafi hleypt af skotum í Zaventem flugstöðinni áður en nokkrir þeirra sprengdu sjálfa sig í loft upp með til þess gerðum beltum. Þá hafi einn úr samtökunum sprengt sig í loft upp í lestarvagni á Maalbeek neðanjarðarlestarstöðinni.
Belgía var skotmarkið sökum þess að landið vinnur ásamt öðrum þjóðum gegn Íslamska ríkinu, að því er segir í yfirlýsingu ISIS.
Belgíska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð almennings við að finna út nöfn og upplýsingar um menn sem sjást á öryggismyndavél úr flugstöðvarbyggingunni. Þrír menn eru á myndinni sem lögreglan hefur birt en grunur leikur á að einn þeirra, sem er hvítklæddur, sé viðriðinn árásina.
Dit zijn verdachten van aanslag in Zaventem. https://t.co/sXNekXpLDQpic.twitter.com/RX8lUQADOr
— VTM NIEUWS (@VTMNIEUWS) March 22, 2016