UFC 2: Besti leikurinn hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2016 10:00 Ronda Rousey og Connor McGregor. Vísir/EA UFC 2 er án efa betri en allir forverar sínir. Hann lítur og hljómar ótrúlega vel út og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega spilunarmöguleika. Í leiknum eru fjölmargir bardagakappar, eins og okkar eigin Gunnar Nelson, auk annarra karaktera eins og Bruce Lee og Mike Tyson. „Stand-up“ hluti leiksins er frábær, en eins og áður reynist glíman í jörðinni manni erfið. Þess vegna nýtur UFC 2 sín best þegar hann er spilaður á móti vinum, þar sem auðvelt er að sleppa því að fara í jörðina. Þá er einnig hægt að spila leikinn þar sem glímunni er sleppt. Höggum hefur verið lítið verið breytt frá fyrsta leiknum, en vörnin er aðeins öðruvísi. Nú er hægt ýta á takka á réttum tíma til að verjast höggunum betur og gefa meiri tíma fyrir gagnárás.Glíman er svipuð og í síðasta leik þar sem ýta þarf hægra prikinu í rétta átt til að sækja fram og verjast. Í fyrsta lagi tekur það töluverðan tíma og æfingu að átta sig almennilega á glímunni. Hvað virkar, hvar, hvernig og allt það. Glíman er frekar erfið og jafnvel leiðinleg, þar sem tölvan virðist eiga mun auðveldara með hana en mannlegir spilarar. Sömu sögu er að segja af hengibrögðum. Það getur verið heiftarlega erfitt að venjast þeim og framkvæma þau. Career mode gerir spilurum kleift að búa til sína eigin bardagakappa og jafnvel er hægt að nota myndavél til að nota manns eigin andlit á kappann. Sem er skemmtilegt. Þá er hægt að byggja kappann upp og gera hann betri og reyna að verða meistari í UFC. Sem er líka skemmtilegt. Það sem er ekki skemmtilegt við Career mode, eru æfingar á milli bardaga sem nauðsynlegt er að gera til að byggja bardagakappann upp. Það er þó hægt að sleppa því seinna meir og fá sjálfkrafa hæstu einkunina sem þú hefur áður fengið og hjálpar það til. Yfir heildina er UFC 2, eins og áður segir, skemmtilegur leikur sem lítur vel út. Hann er erfiðari en fyrri leikirnir og aðdáendur blandaðra bardagalista ættu alls ekki að verða fyrir vonbrigðum. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir GameTíví: Búinn að grafa sig niðri í kjallara „Fallegur, flottur, flókinn. En á sama tíma einfaldur.“ Þannig lýsir Óli í GameTíví herkænskuleiknum Xcom 2. 14. mars 2016 20:35 Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00 GameTíví: Óli skorar á Gunnar Nelson í bardaga Spiluðu sjálfa sig í UFC 2. 23. mars 2016 11:31 The Witness: Ánægja, leiði, reiði og uppljómun Það er erfitt að útskýra leik eins og The Witness á blaði (tölvuskjá/síma). Hann er fyrstu persónu þrautaleikur sem gerist á einstaklega fallegri eyju. 2. mars 2016 15:00 Góður leikur sem ætti að vera frábær Tæknilegir gallar dragar úr þeirri upplifun sem XCom 2 er. 22. febrúar 2016 09:15 Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
UFC 2 er án efa betri en allir forverar sínir. Hann lítur og hljómar ótrúlega vel út og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega spilunarmöguleika. Í leiknum eru fjölmargir bardagakappar, eins og okkar eigin Gunnar Nelson, auk annarra karaktera eins og Bruce Lee og Mike Tyson. „Stand-up“ hluti leiksins er frábær, en eins og áður reynist glíman í jörðinni manni erfið. Þess vegna nýtur UFC 2 sín best þegar hann er spilaður á móti vinum, þar sem auðvelt er að sleppa því að fara í jörðina. Þá er einnig hægt að spila leikinn þar sem glímunni er sleppt. Höggum hefur verið lítið verið breytt frá fyrsta leiknum, en vörnin er aðeins öðruvísi. Nú er hægt ýta á takka á réttum tíma til að verjast höggunum betur og gefa meiri tíma fyrir gagnárás.Glíman er svipuð og í síðasta leik þar sem ýta þarf hægra prikinu í rétta átt til að sækja fram og verjast. Í fyrsta lagi tekur það töluverðan tíma og æfingu að átta sig almennilega á glímunni. Hvað virkar, hvar, hvernig og allt það. Glíman er frekar erfið og jafnvel leiðinleg, þar sem tölvan virðist eiga mun auðveldara með hana en mannlegir spilarar. Sömu sögu er að segja af hengibrögðum. Það getur verið heiftarlega erfitt að venjast þeim og framkvæma þau. Career mode gerir spilurum kleift að búa til sína eigin bardagakappa og jafnvel er hægt að nota myndavél til að nota manns eigin andlit á kappann. Sem er skemmtilegt. Þá er hægt að byggja kappann upp og gera hann betri og reyna að verða meistari í UFC. Sem er líka skemmtilegt. Það sem er ekki skemmtilegt við Career mode, eru æfingar á milli bardaga sem nauðsynlegt er að gera til að byggja bardagakappann upp. Það er þó hægt að sleppa því seinna meir og fá sjálfkrafa hæstu einkunina sem þú hefur áður fengið og hjálpar það til. Yfir heildina er UFC 2, eins og áður segir, skemmtilegur leikur sem lítur vel út. Hann er erfiðari en fyrri leikirnir og aðdáendur blandaðra bardagalista ættu alls ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir GameTíví: Búinn að grafa sig niðri í kjallara „Fallegur, flottur, flókinn. En á sama tíma einfaldur.“ Þannig lýsir Óli í GameTíví herkænskuleiknum Xcom 2. 14. mars 2016 20:35 Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00 GameTíví: Óli skorar á Gunnar Nelson í bardaga Spiluðu sjálfa sig í UFC 2. 23. mars 2016 11:31 The Witness: Ánægja, leiði, reiði og uppljómun Það er erfitt að útskýra leik eins og The Witness á blaði (tölvuskjá/síma). Hann er fyrstu persónu þrautaleikur sem gerist á einstaklega fallegri eyju. 2. mars 2016 15:00 Góður leikur sem ætti að vera frábær Tæknilegir gallar dragar úr þeirri upplifun sem XCom 2 er. 22. febrúar 2016 09:15 Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
GameTíví: Búinn að grafa sig niðri í kjallara „Fallegur, flottur, flókinn. En á sama tíma einfaldur.“ Þannig lýsir Óli í GameTíví herkænskuleiknum Xcom 2. 14. mars 2016 20:35
Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00
The Witness: Ánægja, leiði, reiði og uppljómun Það er erfitt að útskýra leik eins og The Witness á blaði (tölvuskjá/síma). Hann er fyrstu persónu þrautaleikur sem gerist á einstaklega fallegri eyju. 2. mars 2016 15:00
Góður leikur sem ætti að vera frábær Tæknilegir gallar dragar úr þeirri upplifun sem XCom 2 er. 22. febrúar 2016 09:15
Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15