Fann hvernig slaknaði á mér Magnús Guðmundsson skrifar 24. mars 2016 10:30 Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur einleikstónleika í Mengi kl. 21 í kvöld. Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira